fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Kraftmikil Streisand

Vinnur að bók, leikur í kvikmynd og sendir frá sér breiðskífu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barbra Streisand er orðin 74 ára en enn full af starfsorku. Hún sendi nýlega frá sér nýja breiðskífu, Encore, en þar syngja með henni frægir leikarar, þar á meðal Anne Hathaway, Melissa McCarthy, Jamie Foxx og Hugh Jackman. Streisand hefur verið á ferðalagi um Bandaríkin til að kynna breiðskífuna. Fljótlega hefjast síðan upptökur á nýrri kvikmynd með henni, Gypsy, sem er endurgerð myndar frá árinu 1962 um dansarann Gypsy Rose Lee. Streisand leikur þar móður Gypsy.

Streisand hefur verið gift leikaranum James Brolin í átján ár og segir að hjónabandshamingjan hafi gert sig lata. Leti er samt ekki orð sem hæfir leik- og söngkonunni. Hún hefur í rúmt ár unnið að gerð ævisögu sinnar og hefur eflaust frá mörgu merkilegu að segja. Æska hennar var ekki hamingjurík. Faðir hennar lést snögglega þegar hún var einungis fimmtán mánaða gömul og hún segist alltaf hafa saknað hans. Móðir hennar gagnrýndi hana stöðugt og faðmaði hana aldrei. Önnur börn stríddu henni vegna útlits hennar. Streisand þurfti því snemma að takast á við alls konar erfiðleika. Hún yfirvann þá og varð heimsfræg stjarna, ein þeirra fáu sem hreppt hefur Óskars-, Emmy-, Golden Globe-, Grammy- og Tony-verðlaunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum