fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Bestu njósnamyndirnar

Fyrrverandi njósnarar gerðu lista yfir uppáhaldsmyndir sínar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskar sjónvarpsstöðvar eru duglegar að sýna þætti þar sem fjallað er um það besta. „Bestu lög Bítlanna“ – „Mestu hneyksli ársins í skemmtanaiðnaðinum“ – „Bestu barnabækurnar“ og svo framvegis. Ég sá einn slíkan þátt í Bretlandi á dögunum: Bestu njósnamyndirnar. Það hugmyndaríka við gerð þáttarins var að það voru alvöru (fyrrverandi) njósnarar sem bjuggu til listann, fólk sem hafði starfað fyrir MI6, CIA og STASI. Ég verð að viðurkenna að ég rýndi í andlit þessa fólks þegar talað var við það til að athuga hvort ég hefði getað giskað á það að viðkomandi væri njósnari. Það var ómögulegt að sjá það. Þarna voru til dæmis svo vinalegar konur að ég hefði sagt þeim allt að fyrra bragði, bara vegna þess að þær virtust svo traustvekjandi og ráðagóðar.

Njósnararnir völdu Tinker Tailor Soldier Spy með Gary Oldman, sem gerð er eftir sögu John Le Carré, bestu njósnamyndina og töldu hana lýsa lífi njósnara á afar raunsæjan hátt. Í öðru sæti var Zero Dark Thirty, um leitina að Osama bin Laden, og í því þriðja Bourne-Ultimatum með Matt Damon. Þýska myndin Líf annarra, sem gerist á STASI-tímanum varð í fjórða sæti og í því fimmta Imitation Game. James Bond komst ekki ofar en í sjötta sætið, en njósnurunum þótti myndirnar um hann skemmtilegar en ekki raunsæjar, en tóku þó fram að ýmislegt sem þar kæmi fram varðandi njósnabúnað væri ekki fjarri lagi. Uppáhalds Bond-mynd njósnaranna er Skyfall.

Matt Damon í Bourne-Ultimatum.
Njósnari á flótta Matt Damon í Bourne-Ultimatum.

Mynd: Copyright: ?2006 Universal Studios. ALL RIGHTS RESERVED.

Þetta var hið besta áhorf, sýnd voru atriði úr fjölda njósnamynda, mig minnir að listinn hafi náð yfir tuttugu njósnamyndir. Það kom mér á óvart að Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum með Richard Burton var ekki á listanum, jafn raunsæ og hún er. Þar var Burton skotinn til bana við Berlínarmúrinn. Njósnurunum hefur kannski þótt það of dapurleg endalok fyrir njósnara og því ekki sett hana á listann. Sýnd voru atriði úr myndunum sem komust á lista en viðtölin við njósnarana voru eiginlega alveg jafn spennandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum