fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Geoffrey Rush leikur Einstein

Sjónvarpsþáttaröð um snillinginn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geoffrey Rush bregður sér í hlutverk Alberts Einstein í bandarískum sjónvarpsþáttum um snillinginn, sem bera einmitt heitið Genius. Þættirnir eru byggðir á ævisögu Einsteins eftir Walter Isaacson. Johnny Flynn leikur Einstein á unga aldri. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári á National Geographic og sýndir í um 170 löndum.

Enginn skyldi efast um hæfni Rush til að takast á við hlutverk Einsteins. Rush hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hreppti þau fyrir leik sinn í Shine. Fyrir leik sinn í þeirri mynd fékk hann ekki einungis Óskarinn heldur einnig BAFTA-verðlaunin, Critics’ Choice-verðlaunin, Golden Globe-verðlaunin og Screen Actors Guild-verðlaunin. Hann vann til Emmy-verðlauna fyrir túlkun sína á Peter Sellers í sjónvarpsmyndinni The Life and Death of Peter Sellers og hefur einnig unnið til Tony-verðlauna fyrir sviðsleik. Hann er einn fárra leikara sem hafa hlotið Óskars-, Emmy- og Tony-verðlaun. Ekki er erfitt að veðja á að hann muni enn á ný sýna snilli sína í túlkun á Albert Einstein. Í framhjáhlaupi má geta þess að Rush leikur í nýrri Pirates of the Carribean mynd sem frumsýnd verður á næsta ári, en þar er hinn umdeildi Johnny Depp í aðalhlutverki.

Breski leikarinn Johnny Flynn, sem leikur hinn unga Einstein, hefur verið tilnefndur til verðlauna í heimalandi sínu fyrir sviðsleik og hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hann er aðalsöngvari í hljómsveit sem hefur gefið út þrjár plötur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum