fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Magnaður næturvörður

RÚV sýnir rómaða spennuþáttaseríu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 20. ágúst 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er komið að því! Næstkomandi mánudagskvöld sýnir RÚV hinn rómaða Næturvörð (The Night Manager). Þá er skylduáhorf hjá öllum unnendum spennuþátta. Þættirnir hlutu hástemmt lof í Bretlandi, bæði gagnrýnendur og áhorfendur voru frá sér numdir af hrifningu. Smekkur þessara hópa fer ekki alltaf saman en gerði það svo sannarlega þarna. Gagnrýnandi The Sun sagði að þessi spennuþáttaröð væri einn besti framhaldsmyndaþáttur sem gerður hefði verið.

Spennuþáttaröðin, sem er í átta þáttum, er byggð á samnefndri sögu John le Carré, en þessum flinka rithöfundi bregður fyrir í fjórða þætti, en aðeins í augnablik, á bar. Atburðarásin er hröð og spennandi. Breskur næturvörður á hóteli í Kaíró dregst inn í óvænta atburðarás þegar hann kynnist breskum auðjöfri sem reynist alþjóðlegur vopnasali. Tom Hiddleston leikur næturvörðinn og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína. Þættirnir gerðu hann að kyntákni og urðu til þess að háværar raddir kröfðust þess að hann yrði næsti James Bond, en sjálfur mun hann heillaður af þeirri hugmynd. Hugh Laurie leikur vonda manninn og þótti margoft stela senunni. Ævisagnaritari Le Carré var hrifinn af þáttunum og sagði: „Það kann að koma á óvart að Hugh Laurie sé valinn til að leika versta mann í heimi, en hann yfirtekur sviðið sem skelfilega sannfærandi illmenni.“ Olivia Colman leikur yfirmann í leyniþjónustunni og Elizabeth Debicki leikur ástkonu illmennisins sem næturvörðurinn heillast af.

Þátturinn hlaut alls tólf tilnefningar til Emmy-verðlaunanna, þar á meðal voru Hiddleston, Laurie og Colman tilnefnd fyrir leik sinn. Leikstjóri er hin danska Susanna Bier sem hlaut einnig Emmy-tilnefningu.

Þá er bara eftir að taka mánudagskvöldið frá – og þau næstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu