fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Einstakur maður fellur frá

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 14. ágúst 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Bald Eagle varð kannski þekktastur fyrir hlutverk sitt í mynd Kevins Costner, Dances with Wolves, en hann gerði sannarlega margt merkilegra á langri ævi. Bald Eagle lést nýlega 97 ára gamall. Hann var indjáni, fæddist árið 1919 og bjó hjá afa sínum, Hvítu fjöður. Hinn afi hans var einn af foringjum indjána í baráttunni um Little Bighorn. Báðir afarnir sögðu barnabarni sínu hetjusögur af baráttunni við hvítu mennina.

Bald Eagle lék í kvikmyndum, og var einnig áhættuleikari og kenndi stjörnum á borð við Errol Flynn og John Wayne (sem var góður kunningi hans) að meðhöndla hesta og vopn. Hann var góður dansari og dansaði opinberlega og lék á trommur í hljómsveit. Hann barðist í seinni heimsstyrjöldinni og særðist illa í innrásinni í Normandy.

Fyrri eiginkona hans lést í bílslysi og átti þá von á fyrsta barni þeirra. Bald Eagle sagði að eftir það hefði hann misst lífslöngun. Árið 1958 hitti hann konuna sem varð seinni eiginkona hans. „Hún hélt mér á lífi,“ sagði hann um hana. Þau eignuðust börn og ættleiddu einnig nokkur börn, þannig að fjölskyldan var fjölmenn.

Um kvikmyndaferilinn sagði hann: „Það var alltaf verið að skjóta á okkur indjánana og drepa okkur.“ Hann barðist fyrir því að breyta viðhorfum fólks til frumbyggja Ameríku og var ötull við að kynna öðrum sögu þeirra. Að sögn þeirra sem þekktu hann var hann einstakur maður sem hafði mikla samkennd með fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna