fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Stuðningur frá stjörnum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 19. júlí 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hillary Clinton nýtur stuðnings heimsfrægra stjarna í kosningabaráttu sinni. Þar á meðal er söngvarinn Pharell sem segir að það sé kominn tími til að kona verði forseti Bandaríkjanna. George Clooney og kona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, styðja Hillary og héldu meðal annars fjáröflunarkvöld henni til stuðnings á heimili sínu í Los Angeles þar sem vel efnað fólk borgaði sig inn.

Meðal annarra heimsþekktra einstaklinga sem lýst hafa yfir stuðningi við Hillary eru Lady Gaga, Robert De Niro, Magic Johnson, Kerry Washington, Jamie Fox, Julianna Moore, Kim Kardashian, Beyoncé og Meryl Streep. Hillary sagði eitt sinn að ef kvikmynd yrði gerð um sig vildi hún helst að Meryl Streep brygði sér í hlutverk hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt