fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Hrútar og Hross í oss á lista Sunday Times

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 8. júlí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrútar Gríms Hákonarsonar og Hross í oss í leikstjórn Benedikts Erlingssonar eru á lista sem ritstjórn hins breska Sunday Times gerði yfir þær 100 erlendu kvikmyndir sem eru í uppáhaldi hjá henni. Á listanum eru marglofaðar klassískar myndir leikstjóra eins og Kurosawa, Visconti, Truffaut, Godard, Fellini, Renoir, Bergman, Bunuel og fleiri snillinga. Þarna má nefna myndir eins og Sjö samúraja, La dolce vita, La grande Illusion, Persona, Belle de jour, Rashomon, Diva, A bout de souffle, Stríð og frið (rússnesku útgáfuna) og Fitzgeraldo, svo einhverjar séu nefndar.

Innan um þessi meistaraverk eru síðan þessar tvær nýlegu íslensku myndir sem fengu á sínum tíma mjög góða dóma breskra gagnrýnenda, eins og víða annars staðar. Í umfjölluninni um myndirnar eitt hundrað er söguþráður myndanna rakinn í mjög stuttu máli. Báðar myndirnar lenda í flokki sem nefnist Beittar þjóðfélagslegar gamanmyndir. Myndirnar hafa unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife