fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Hrútar og Hross í oss á lista Sunday Times

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 8. júlí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrútar Gríms Hákonarsonar og Hross í oss í leikstjórn Benedikts Erlingssonar eru á lista sem ritstjórn hins breska Sunday Times gerði yfir þær 100 erlendu kvikmyndir sem eru í uppáhaldi hjá henni. Á listanum eru marglofaðar klassískar myndir leikstjóra eins og Kurosawa, Visconti, Truffaut, Godard, Fellini, Renoir, Bergman, Bunuel og fleiri snillinga. Þarna má nefna myndir eins og Sjö samúraja, La dolce vita, La grande Illusion, Persona, Belle de jour, Rashomon, Diva, A bout de souffle, Stríð og frið (rússnesku útgáfuna) og Fitzgeraldo, svo einhverjar séu nefndar.

Innan um þessi meistaraverk eru síðan þessar tvær nýlegu íslensku myndir sem fengu á sínum tíma mjög góða dóma breskra gagnrýnenda, eins og víða annars staðar. Í umfjölluninni um myndirnar eitt hundrað er söguþráður myndanna rakinn í mjög stuttu máli. Báðar myndirnar lenda í flokki sem nefnist Beittar þjóðfélagslegar gamanmyndir. Myndirnar hafa unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Í gær

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig