fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025

Síleski Strokksmálarinn sýknaður á Selfossi

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði Marco Evaristti í gær

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 6. júlí 2016 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dansk-síleski listamaðurinn Marco Evaristti var í gær sýknaður í Hérðasdómi Suðurlands af öllum kröfum ákæruvaldsins, en hann var kærður fyrir brot á náttúrverndarlögum eftir að hann setti rauðan matarlit í goshverinn Strokk við Geysi í apríl í fyrra. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda Evaristti.

Marco Evaristti

Marco Evaristti

Fæddur í Síle árið 1963.Búsettur í Danmörku.Lærði arkitektúr hjá Henning Larsen í Det kongelige danske kunstakademi í Kaupmannahöfn.Vakti fyrst athygli árið 2000 fyrir sýningu Helena í Trapholt-listasafninu í Kolding þar sem hann stillti upp blöndurum með lifandi gullfiskum í og bauð áhorfendum að kveikja á tækjunum. Safnstjórinn var síðar kærður fyrir dýraníð en sýknaður.

Gjörningurinn, sem nefnist The Rauður Thermal Project, var hluti af listaverkaseríunni The Pink State en í henni hefur Evaristti litað ýmis náttúrufyrirbæri bleik með ávaxtalit. Fyrsta verkið gerði hann árið 2004 þegar hann málaði grænlenskan ísjaka bleikan, en síðan þá hefur hann litað sandöldur, foss, ský og hulið topp Mt. Blanc í Frakklandi með rauðu efni. „Bleika ríkið eignar sér svæði og um leið hverfur það frá því. Ríkið er tímabundið – það lifir aðeins jafn lengi og liturinn sjálfur,“ hefur Evaristti sagt um listaverkin.

Sjá einnig: Íslensk náttúra sem strigi

Íslendingar voru margir hverjir ósáttir með verkið, Evaristti var úthúðað á samfélagsmiðlum og lögreglan á Suðurlandi sektaði hann um hundrað þúsund krónur fyrir gjörninginn. Listamaðurinn neitaði hins vegar að borga sektina og í viðtölum hélt hann því fram að sápa til hversdagsnota og almenn umgengni á Geysissvæðinu færi mun verr með umhverfið en þessi náttúrulegu litarefni.

Héraðsdómur Suðurlands komst svo að þeirri niðurstöðu í gær að sú grein náttúruverndarlaganna, sem Evaristti var kærður fyrir brot á, væri almennt orðuð varúðarregla „sem líta skuli til áður en stjórnvöld veita leyfi til framkvæmda sem gætu raskað þeim náttúrufyrirbærum sem ákvæðið tekur til,“ og taldi dómurinn því að ákvæðið uppfyllti ekki þær kröfur sem gera verður til skýrleika refsiheimilda. Dómurinn sagði enn fremur að ekkert lægi fyrir um að Evaristti hafi valdið spjöllum á náttúru landsins með gjörningnum, en samkvæmt skýrstu frá Vatns- og umhverfisstofnun Danmerkur er efnið skaðlaust.

Lestu meira: „Þið ættuð að líta vandlega í spegil“ – viðtal við Marco Evaristti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar