fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Minna er meira

Glæsilegur haförn í sviðsljósinu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 19. apríl 2016 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf stóru fréttirnar sem vekja mestan áhuga manns, litlu fréttirnar framkalla oft mun meiri ánægju. Stundum á það einfaldlega við að minna er meira. Þetta á við um fréttir af dýralífi, þær eru ekki eins fyrirferðarmiklar og pólitísku fréttirnar en það fylgir því yfirleitt mikil ánægja að sjá fréttir af frjálsum dýrum úti í náttúrunni. Við mannfólkið erum föst í malbikinu og höfum yfirleitt of miklar áhyggjur og kunnum ekki alltaf að njóta þess sem fyrir augu ber. Við ættum að vera mun meira úti í náttúrunni og leyfa okkur að litast um og njóta.

Fyrir nokkrum dögum sýndi RÚV í fréttum myndir af haferni sem sleppt var út í náttúruna. Þessi gullfallegi haförn hafði orðið fyrir því óhappi nokkrum vikum fyrr að laskast á væng og var því sendur í Húsdýragarðinn til aðhlynningar. Nú var komið að því að sleppa honum út í náttúruna. Haförninn hóf sig á loft en fataðist flugið því hann var ekki búinn að ná þeim styrk sem hann áður hafði. En hann er eins og dýrin eru nú yfirleitt úrræðagóður og þolinn og mun gera aðra tilraun og svífa að lokum frjáls um loftin blá.

Maður varð óneitanlega fullur lotningar þegar maður horfði á þennan tígulega fugl. Það var ekki laust við að manni fyndist að í samanburði væri fremur ómerkilegt hlutskipti að vera bara manneskja. Það er í eðli fugla að fljúga en það getum við mannfólkið alls ekki og við nennum ekki einu sinni að ganga, förum stuttar fjarlægðir í alls konar farartækjum. Við erum of löt eða kannski erum við bara alltaf að flýta okkur.

Ég hugsa hlýlega til hafarnarins sem ég vona að eigi langt og auðugt líf fyrir höndum. Í fréttum kom fram að haförninn er kvenfugl þannig að kannski er von á litlum hafarnarungum innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“