fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024

Ein sterkasta ljóðabók síðari ára

Linda Vilhjálmsdóttir hlýtur Menningarverðlaun DV fyrir ljóðabókin Frelsi

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 13. mars 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Vilhjálmsdóttir hlaut Menningarverðlaun DV 2015 í flokki bókmennta fyrir ljóðabókina Frelsi.

Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Þrátt fyrir einstaka fágun sem einkennir ljóðin í Frelsi hefur Linda Vilhjálmsdóttir á engan hátt dregið tennurnar úr ádeilunni eða mýkt hina ískrandi reiði sem hún miðlar í þessari tíðarandalýsingu og heimsósómapredikun. Útkoman er ein sterkasta ljóðabók síðari ára. Þörf áminning um trylling nánustu fortíðar, illþolandi hlutskipti mannkyns í samtímanum og möguleika ljóðsins til að segja sannleikann á meitlaðan og áhrifaríkan hátt.“

Heimsósómi og góðar viðtökur

Úr Frelsi

hlusta í andakt

þegar markaðsmarrið í ráðherrakjálkunum

rennur saman við arðbært brakið í bráðnandi ísnum

á norðurslóð og endimörk hins byggilega heims

verða að hringiðu nýrrar heimsmyndar

Fyrsta ljóðabók Lindu, Bláþráður, kom út árið 1990 en síðan þá hefur hún sent frá sér ljóðabækur, skrifað leikrit, og sjálfsævisögulegu skáldsöguna Lygasaga. Nokkuð langt er frá síðustu ljóðabók Lindu og því biðu margir spenntir eftir útkomu Frelsis. Í ræðu sinni sagðist Linda fyrst hafa gert sér grein fyrir því þegar bókin kom út að kannski hefði enginn áhuga á því að lesa slíkan heimsósóma – og því sé hún ánægð með viðtökurnar.

Bókin hlaut mikið lof gagnrýnenda, var ein umtalaðasta ljóðabók jólabókaflóðsins og fyrsta prentun seldist upp. Fyrir Frelsi hlaut Linda hlaut einnig bóksalaverðlaunin fyrir bestu ljóðabókina. Þetta er í annað skipti sem Linda hlýtur Menningarverðlaun DV en síðast hlaut hún þau árið 1993 fyrir ljóðabókina Klakabörn.

Íslenski draumurinn er fals

„Frelsi samanstendur af fjórum ljóðum sem öll hverfast um sama meginþemað sem titillinn vísar til. Sé bókin lesin í einni lotu virðast ljóðin blandast saman í eitt en fókus ljóðmælanda sé það eina sem breytist. Þannig fæst ákveðin örmynd af heiminum frá fjórum ólíkum sjónarhornum,“ skrifaði Arngrímur Vídalín um bókina í DV.

„Ljóðmælandi ræðst til atlögu við táknmyndir óbreytts ástands og sinnuleysis: það má ekki láta sig vanta á þjóðhátíð, í brennuna, á neyðarmóttökuna. Þetta er eins afhjúpandi og það er háðskt. Hér er það frelsið til að horfast ekki í augu við veruleikann sem er til grundvallar, sami úthverfatónninn og í upphafi bókar en síngjarnari fyrir það að veruleikinn hefur sýnt sig vera annar en hann sýndist í fyrstu, að íslenski draumurinn er fals,“ skrifar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Maður á sextugsaldri ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Maður á sextugsaldri ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Undanskildir Grindvíkingar undirbúa hópmálsókn gegn ríkinu – „Þetta setur fólk í hrikalega stöðu“

Undanskildir Grindvíkingar undirbúa hópmálsókn gegn ríkinu – „Þetta setur fólk í hrikalega stöðu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Southgate útskýrir af hverju Henderson er ekki valinn – „Erfitt fyrir mig“

Southgate útskýrir af hverju Henderson er ekki valinn – „Erfitt fyrir mig“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Framboð mitt fer gegn valdinu – niðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Framboð mitt fer gegn valdinu – niðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Southgate opinberar hóp sinn fyrir leiki gegn Íslandi og Bosníu – Stór nöfn ekki með

Southgate opinberar hóp sinn fyrir leiki gegn Íslandi og Bosníu – Stór nöfn ekki með
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ævilöng köllun sem hefur mótað sjálfsmynd hans

Ævilöng köllun sem hefur mótað sjálfsmynd hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dregið í Mjólkurbikar kvenna – Tveir Bestu deildarslagir

Dregið í Mjólkurbikar kvenna – Tveir Bestu deildarslagir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafa líka áhuga á Alisson og undirbúa svakalegt tilboð

Hafa líka áhuga á Alisson og undirbúa svakalegt tilboð