fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

Svava sér ekki eftir því að hafa skilið dóttur sína eftir á Íslandi til að verða einkaþjálfari stjarnanna

Fókus
Fimmtudaginn 2. maí 2019 10:00

Svava Sigbertsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Sigbertsdóttir, 38 ára, skildi dóttur sína Raven eftir á Íslandi hjá foreldrum sínum árið 2004. Hún flutti til Bretlands frá Íslandi og fór í dansnám.

Dóttir hennar, sem er nú 21 árs, flutti til hennar þremur árum síðar. Faðir og fyrrum eiginmaður Svövu bjó á þessum tíma í Bandaríkjunum og var í flugnámi.

Svava segir að þetta hafi verið „erfitt“ en „það rétta að gera.“ Hún segir frá þessu í viðtali við The Sun.

Svava og Raven – 20 ár á milli mynda.

„Þetta var mjög erfitt, þú ert bara alltaf með samviskubit,“ segir Svava. „Þú veist að þú ert að gera þetta af réttum ástæðum þannig þú verður að reyna að sleppa taki af samviskubitinu, en þér líður þannig alltaf.“

Svava ætlaði að klára skólann á þremur árum og fara aftur til Íslands. „En ég áttaði mig á að ég vildi gera meira. Tíminn líður svo hratt,“ segir Svava.

Svava þjálfar Nicole, fyrrum meðlim Pussycat Dolls.
Svava þjálfar Britain’s Got Talent dómarann Amöndu Holden.

Til að byrja með var lífið mjög erfitt í Bretlandi og átti Svava erfitt með að ná endum saman. En nú þjálfar hún stjörnurnar eins og Britain‘s Got Talent dómarann Amöndu Holden og söngkonuna Nicole Scherzinger. Hún er að gefa út sína fyrstu bók The Viking Method. Hún segist ekki hafa neina eftirsjá að hafa elt drauminn.

„Á vissan hátt er ég ánægð að ég fór í gegnum allt þetta erfiða,“ segir Svava.

Svava er að fara að gefa út sína fyrstu bók.

Raven var níu ára þegar hún flutti til móður sinnar í Bretlandi.

„Hún var í lagi samt. Þegar hún flutti hingað þegar hún var níu ára fór ég með hana til sálfræðings til að sjá hvort hún ætti erfitt með að fólk yfirgæfi hana, en mér var sagt að ég hefði ekki getað gert neitt betur,“ segir Svava.

Svava er með sautján þúsund fylgjendur á Instagram. Fylgstu með henni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára