fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Simpson-fjölskyldan svarar fyrir meintan rasisma

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti þátturinn um Simpson-fjölskylduna svarar fyrir gagnrýni um að persónan Apu Nahasapeemapetilon sé rasísk staðalmynd. Indverski kaupmaðurinn Apu var umfjöllunarefni heimildarmyndar grínistans Hari Kondabolu, The Problem With Apu, þar sem fullyrt er að persónan sé uppfull af neikvæðum staðalmyndum um Indverja og hafi valdið Indverjum í Bandaríkjunum miklum skaða þar sem Apu var eina indverska persónan í bandarísku sjónvarpi í áraraðir. Í myndinni eru viðtöl við fjölmarga Bandaríkjamenn af indverskum og suður-asískum ættum sem hafa verið kallaðir „Apu“ og fengið að heyra ófáa frasa sem Apu hefur sagt í teiknimyndaþáttunum vinsælu.

Í Simpson-þættinum No Good Read Goes Unpunished sem frumsýndur var í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið er gagnrýninni svarað óbeint. Þar er atriði þar sem Marge Simpson er að lesa bók fyrir dóttur sína Lísu fyrir svefninn. Marge reynir þá að aðlaga innihald bókarinnar að nútímanum. Þá snýr Lísa sér að áhorfendum og segir:

„Þetta er eitthvað sem byrjað var á fyrir mörgum áratugum og var hampað á sínum tíma en passar ekki inn í rétttrúnað dagsins í dag. Hvað er hægt að gera?“

Lisa snýr sér þá að mynd af Apu, þá segir móðir hennar:

„Suma hluti þarf að glíma við síðar.“

Skjáskot úr þættinum.

Þá segir Lísa: „Eða ekki.“

Kondabolu var greinilega að horfa á þáttinn og sagði á Twitter:

„Vá. Pólitískur rétttrúnaður? Eru það skilaboðin sem myndin mín og umræðan skiluðu? Ég elskaði þessa þætti en þetta er sorglegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“