fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Líkið fannst fyrir tilviljun

Mark Salling svipti sig lífi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík bandaríska leikarans Mark Salling, sem svipti sig lífi í vikunni, fannst í skóglendi skammt frá Los Angeles á þriðjudag.

Tilviljun réði því að yfirvöld fundu líkið en lögregla var á svæðinu í öðrum erindagjörðum. Eftir að hafa slegið bílnúmeri á svæðinu upp í gagnagrunni lögreglu kom í ljós að eigandi bifreiðarinnar var Salling, en lögregla hafði lýst eftir honum skömmu síðar eftir að aðstandendur fóru að óttast um hann.

Þegar lögregla fór að grennslast um á svæðinu fundu þau lík Salling sem hafði hengt sig í tré skammt frá.

Salling, sem var 35 ára, er einna best þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Glee sem nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm eftir að myndefni, sem sýndi börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, fannst í tölvu hans.

Salling var ákærður í kjölfarið og átti að kveða upp dóm í málinu í mars næstkomandi. Hann hafði játað sök og átti yfir höfði sér fjögurra til sjö ára fangelsisdóm. Þá hefði hann þurft að vera á skrá fyrir dæmda kynferðisbrotamenn næstu tuttugu árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma