fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Bjallan glymur, glatt er hennar mál

Skólinn og lexíurnar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. ágúst 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið er næstum því búið (hvað varð um júní og júlí) og þá fyllist fréttaveitan manns á Facebook af færslum um hvað fólk sé fegið að rútínan sé byrjuð aftur og myndum af glaðværum nemendum á leið í leikskóla, skóla, íþróttir eða aðrar tómstundir.

Ég á góðar minningar frá mínum skóladögum, sem betur fer, því þær eiga ekki allir. Jú, ég lenti í einhverju smá einelti og stríðni, en ekkert sem situr í mér. Mér er hlýtt til Austurbæjarskóla, gamla fallega skólans míns, og bý í dag ekki svo langt frá honum þannig að ég sé hann reglulega. Flestir af mínum bekkjarfélögum, af hvaða skólastigi sem er, eru vinir mínir á Facebook og suma þeirra hitti ég reglulega í dag, auk þess sem margir af grunnskólakennurunum mínum eru líka vinir mínir þar.

Auglýsingar, bæklingar og tölvupóstur dettur líka í fangið á manni daglega með haustinu. Þar eru auglýst hin ýmsu námskeið, sem hægt er að sækja um og stunda í vetur, til lengri eða skemmri tíma, og er úrvalið svo mikið að manni fallast stundum hendur. Það má læra bókstaflega allt milli himins og jarðar, frá því að þræða nál yfir í að sjóða saman geimskip, eða svo gott sem.

Það hefur alltaf fylgt manninum að vilja læra, uppgötva eitthvað nýtt og efla andann og vitsmuni. Sumir gera minna af því en aðrir og ganga styttri veg á skólagöngunni, en það er bara allt í góðu lagi, við erum jú ekki öll eins.

En það er einn skóli sem má ekki gleyma að stunda og leggja rækt við í allri flórunni og sá mikilvægasti af þeim öllum: skóli lífsins. Það er skólinn sem maður þarf að stunda alla ævi, hvort sem manni líkar betur eða verr og hvort sem maður er sáttur við námsefnið sem fyrir mann er lagt eða ekki. Skóli lífsins leggur manni fyrir ýmis verkefni, mismikilvæg, miserfið, misauðlesanleg, en það þýðir ekkert annað en að stunda námið eins vel og maður getur. Ef námið verður manni ofviða, þá flautar maður bara út í frímínútur og nýtur þeirra, eins lengi og maður vill og þarf, en ekki of lengi samt, námsefnið bíður.

Kveðja Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans