fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

Ljósið í lífi margra

Fjöldi einstaklinga hleypur til styrktar Ljósinu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. ágúst 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, varð til árið 2005 fyrir tilstilli nokkurra einstaklinga. Starfsemin hefur vaxið með árunum, og skjólstæðingum og verkefnum fjölgað. Í ár hlaupa 206 einstaklingar fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu og hafa þegar safnast tæpar sex milljónir króna.

„Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður og stofnandi Ljóssins. Hjá Ljósinu starfar fagfólk sem aðstoðar krabbameinssjúklinga við að byggja upp líkamlegt, andlegt og félagslegt þrek. Einnig er stuðningur í boði bæði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur, auk fjölbreyttrar dagskrár eins og viðtala, líkamlegrar endurhæfingar og jafningjastuðnings, svo fátt eitt sé nefnt. Hluti af líkamlegri endurhæfingu er hlaupahópur og munu nokkrir taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, auk aðstandenda og safna áheitum til Ljóssins.

Miðvikudaginn 16. ágúst síðastliðinn var opið hús hjá Ljósinu þar sem öllum sem hlaupa munu til styrktar Ljósinu var boðið í pastaveislu og á fyrirlestur, sem Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari, næringarfræðingur og margreyndur maraþonhlaupari, hélt. Sjálf hleypur hún heilt maraþon til styrktar Ljósinu. Bolir merktir Ljósinu voru gefnir, auk merkis til að bera á bakinu.

Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og næringarfræðingur, hélt fyrirlestur um undirbúning, klæðnað og hlaupaleið í maraþoninu. Sjálf hleypur hún heilt maraþon til styrktar Ljósinu.
Góður undirbúningur er nauðsynlegur Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og næringarfræðingur, hélt fyrirlestur um undirbúning, klæðnað og hlaupaleið í maraþoninu. Sjálf hleypur hún heilt maraþon til styrktar Ljósinu.

Ljósið var einstaklingsframtak í upphafi

Upphaf Ljóssins má rekja til ársins 2002, þegar Erna starfaði sem iðjuþjálfi á endurhæfingardeild fyrir krabbameinsgreinda á Landspítalanum. Eftir að deildin var flutt inn á Borgarspítalann fór Erna að vinna að því að láta draum sinn um iðjuþjálfun og endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur utan sjúkrahúss verða að veruleika. Starfsemin var smá í sniðum til að byrja með, tvo eftirmiðdaga í viku í safnaðarheimili Neskirkju. Í dag er starfsemin í björtu og fallegu húsnæði að Langholtsvegi 43, sem félagið á og þar er starfsemi í gangi alla virka daga, allan ársins hring.

„Við erum þakklát öllum þeim sem hlaupa fyrir Ljósið og þeim sem styrkja okkur með áheitum,“ segir Erna. „Framlag þeirra er mjög mikilvægt fyrir starfsemi okkar, en til okkar koma um 400 manns á mánuði og nýta sér þá þjónustu sem hér er í boði.

Gott starfsfólk á fjölmörgum sviðum starfar hjá Ljósinu. Erna Magnúsdóttir  forstöðumaður er önnur frá vinstri.
Góður hópur Gott starfsfólk á fjölmörgum sviðum starfar hjá Ljósinu. Erna Magnúsdóttir forstöðumaður er önnur frá vinstri.

Allar upplýsingar um Ljósið má finna á heimasíðunni og heita má á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu hér

Allir fengu bol merktan Ljósinu að gjöf og merki til að hengja á bakið.
Bolur að gjöf Allir fengu bol merktan Ljósinu að gjöf og merki til að hengja á bakið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“