fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

„Það er munaður að nýta öll sín tækifæri“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. ágúst 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest veljum við okkur starfsvettvang eða farveg snemma í lífinu, sumir ákveða snemma hvað þeir ætla að gera þegar þeir verða „stórir“, fara í margra ára nám og ljúka því og verða „stórir“ og vinna síðan starfsævina á enda við það sem þeir ákváðu og menntuðu sig til. Sem er frábært og besta mál ef viðkomandi er sáttur í sínum farvegi, á sinni hillu, finnst gaman og gefandi í vinnunni og kemur heim sáttur flesta daga að loknum vinnudegi.

Svo eru hinir sem finna sig ekki í farveginum sem þeir völdu sér, en ákveða engu að síður að vera áfram þar, kvartandi og kveinandi, sér og samferðamönnum og vinnufélögum til ama. Sífellt kvart og kvein og setningar eins og „Æ, það er svo leiðinlegt hérna, ég ætti nú að hætta og finna mér eitthvað betra að gera“ eru nefnilega jafnsmitandi og gleði, grín og gott samstarf á vinnustaðnum.

Síðast en ekki síst eru þeir sem finna sig ekki í farveginum og ákveða að finna sér nýjan farveg í lífinu, hætta í vinnunni og finna sér aðra, jafnvel allt öðruvísi, fara og mennta sig, mennta sig meira eða mennta sig í einhverju allt öðru en þeir gerðu fyrst. Þeir sem færa sig úr örygginu og rútínunni yfir í óvissuna eins og við segjum svo oft um þetta „skrýtna“ fólk sem kúvendir í starfi, jafnvel á miðjum starfsaldri.

En yfirleitt er ekkert að óttast, nema óttann við að breyta til. Breytingar eru langoftast til góðs, þær þroska mann, efla og kenna manni eitthvað nýtt. Á nýjum vinnustað, í nýju námi kynnist maður líka fleira fólki og hver hefur ekki gott af því að kynnast góðu fólki, sem getur kennt manni eitthvað?

Ef þú ert þessi sem er búinn að hjakka lengi í sama fari, hræddur við breytingar og síkvartandi, hættu því. Kraflaðu þig upp og prófaðu eitthvað nýtt, skiptu um vinnu eða óskaðu eftir nýjum, fleiri eða færri verkefnum í vinnunni, lærðu eitthvað nýtt, ögraðu sjálfum þér.

Ef þú ert alveg skíthrædd/ur við breytingar, þá er gott að byrja smátt og halda svo áfram þaðan. Ég mæli með að byrja á að sofa öfugt í rúminu með fæturna á koddanum, líkt og Lína langsokkur. Í kjölfarið má svo gera stærri breytingar.

Kveðja Ragna
-sem er enn að ákveða hvað hún ætlar að vera þegar hún verður stór
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð