fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fókus

Inga Auðbjörg gefur fólk saman með húmor og skemmtilegheitum: Hefur stýrt 100 athöfnum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. júní 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Auðbjörg Straumland náði þeim áfanga á dögunum að stýra hundruðustu athöfn sinni á vegum Siðmenntar frá því að hún varð athafnastjóri þar haustið 2013. Mjög hefur aukist að fólk leiti til Siðmenntar og fái athafnastjóra félagsins til að stýra athöfnum af ýmsu tagi, svo sem giftingum og nafngiftum. Þannig létu ríflega 170 pör pússa sig saman hjá félaginu í fyrra, og talsverður hluti þeirra útlendingar.

Þegar blaðamaður heyrði í Ingu var hún einmitt að koma frá því að gifta erlent par í Fjaðrárgljúfri. „Siðmennt var nýlega búið að fá leyfi til að standa fyrir hjónavígslum árið 2013. Það var sendur póstur á póstlista félagsins og óskað eftir fólki til að verða athafnastjórar, sérstaklega konum. Ég hugsaði: Þetta er eitthvað sem ég get gert, talað fyrir framan fólk og haldið upp á ástina. Ég sló þess vegna til, fór á námskeið og er núna einn virkasti athafnastjóri Siðmenntar.“

Þeir sem kjósa að nýta sér þjónustu Siðmenntar geta ýmist beðið um ákveðna athafnastjóra eða óskað eftir þjónustu óháð því hver veitir hana. Inga segir að flestar athafnir sem hún kemur að komi í gegnum ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland, sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu við hinsegin fólk en er einnig eitt stærsta brúðkaupsskipulagsfyrirtæki landsins, fyrir bæði hinsegin pör og gagnkynhneigð.

Inga hefur fyrst og fremst gefið fólk saman en einnig hefur hún gefið börnum nöfn og leitt eina fermingarathöfn. Hún hefur enn ekki fylgt fólki til grafar.

„Mín sérstaða sem athafnastjóra er að vera fyndin og skemmtileg og það eru kannski ekki alveg sterkustu hæfileikarnir við þær aðstæður. Það er samt þannig að það eru fjölskyldur þar sem ég hef gefið saman fólk og nefnt börn og ég mun að sjálfsögðu sjá um útfarir í slíkum tilvikum, ef til kemur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir frá augnablikinu þegar hann komst að því að faðir hans væri látinn

Segir frá augnablikinu þegar hann komst að því að faðir hans væri látinn
Fókus
Í gær

Læknir tjáir sig um andlitslyftingu Kris Jenner og hvað hún kostaði

Læknir tjáir sig um andlitslyftingu Kris Jenner og hvað hún kostaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi og Hugi fara yfir hvenær dags er best að stunda kynlíf – Þessi aldurshópur þarf að notast við Google Calendar

Simmi og Hugi fara yfir hvenær dags er best að stunda kynlíf – Þessi aldurshópur þarf að notast við Google Calendar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nanna hlaut barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir sína fyrstu barnabók

Nanna hlaut barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir sína fyrstu barnabók
Fókus
Fyrir 3 dögum

Herra Hnetusmjör var með frítt hótelherbergi en leigði annað fyrir stórfé til að geta teflt í friði við páfann

Herra Hnetusmjör var með frítt hótelherbergi en leigði annað fyrir stórfé til að geta teflt í friði við páfann
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver hefði haldið að dag einn sæti ég með haglabyssu innanklæða við dómþing í Héraðsdómi Reykjavíkur?” – Lestu fyrstu kafla Hyldýpi

„Hver hefði haldið að dag einn sæti ég með haglabyssu innanklæða við dómþing í Héraðsdómi Reykjavíkur?” – Lestu fyrstu kafla Hyldýpi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hún sér mest eftir varðandi uppeldi barnanna

Það sem hún sér mest eftir varðandi uppeldi barnanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Chloë Grace Moretz og Kate Harrison giftar

Chloë Grace Moretz og Kate Harrison giftar