fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Bardem þolir ekki ofbeldi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski leikarinn Javier Bardem hreppti Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á hinum hrollvekjandi og morðóða Anton Chigurh í mynd Coen-bræðra, No Country for Old Men. Leikarinn segist ekki þola ofbeldi og ekki geta horft á það í kvikmyndum. Ástæðan er sú að á sínum yngri árum lenti hann í hörkuslagsmálum á bar og nefbrotnaði. „Upp frá því hef ég ekki þolað ofbeldi. Ég get ekki einu sinni horft á það. Ég þoli það ekki,“ sagði leikarinn nýlega og bætti við: „En ef ég hef svo mikla andstyggð á ofbeldi af hverju lék ég þá í No Country for Old Men? Ég veit, ég veit.“ Hann segir að hlutverkið hafi reynt mikið á hann og að Coen-bræður hefðu haft gaman af því að sjá hversu erfitt honum fannst að leika ofbeldisatriðin. „Ég elska Coen-bræður, þeir eru snillingar, en þetta var erfitt,“ segir Bardem.

Leikarinn hefur verið kvæntur Penelope Cruz í sjö ár og þau eiga saman tvö börn. Þau urðu ástfangin við tökur á mynd Woody Allen, Vicky Cristina Barcelona. Bardem segir að hann hafi í upphafi ekki verið viss um að Cruz væri rétta konan fyrir hann þar sem hún væri svo áköf og ástríðufull. Hann hefði þó að lokum kolfallið fyrir þessum eiginleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld