fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Bardem þolir ekki ofbeldi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski leikarinn Javier Bardem hreppti Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á hinum hrollvekjandi og morðóða Anton Chigurh í mynd Coen-bræðra, No Country for Old Men. Leikarinn segist ekki þola ofbeldi og ekki geta horft á það í kvikmyndum. Ástæðan er sú að á sínum yngri árum lenti hann í hörkuslagsmálum á bar og nefbrotnaði. „Upp frá því hef ég ekki þolað ofbeldi. Ég get ekki einu sinni horft á það. Ég þoli það ekki,“ sagði leikarinn nýlega og bætti við: „En ef ég hef svo mikla andstyggð á ofbeldi af hverju lék ég þá í No Country for Old Men? Ég veit, ég veit.“ Hann segir að hlutverkið hafi reynt mikið á hann og að Coen-bræður hefðu haft gaman af því að sjá hversu erfitt honum fannst að leika ofbeldisatriðin. „Ég elska Coen-bræður, þeir eru snillingar, en þetta var erfitt,“ segir Bardem.

Leikarinn hefur verið kvæntur Penelope Cruz í sjö ár og þau eiga saman tvö börn. Þau urðu ástfangin við tökur á mynd Woody Allen, Vicky Cristina Barcelona. Bardem segir að hann hafi í upphafi ekki verið viss um að Cruz væri rétta konan fyrir hann þar sem hún væri svo áköf og ástríðufull. Hann hefði þó að lokum kolfallið fyrir þessum eiginleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunn­eva syrgir Bellu – „Engillinn minn. Bella, ég mun alltaf sakna þín“

Sunn­eva syrgir Bellu – „Engillinn minn. Bella, ég mun alltaf sakna þín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar