fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Vinir minnast Demme

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 29. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn Jonathan Demme lést nýlega, 73 ára gamall, á heimili sínu og hjá honum voru eiginkona hans og þrjú börn. Hann er þekktastur fyrir myndirnar Silence of the Lambs og Philadelphia. Dánarmein hans var krabbamein.

„Hann var svo kraftmikill að það hefði þurft hvirfilbyl til að hemja hann,“ sagði Jodie Foster í yfirlýsingu. Meðleikari hennar í Silence of the Lambs, Anthony Hopkins, lýsti einnig yfir hryggð sinni og sagði: „Hann var meðal þeirra bestu og virkilega góður náungi með stóra sál.“ Leikstjóri Moonlight, Barry Jenkins, sagði: „Hann lifði í ást. Og hvílir í friði.“ Leikstjórinn Martin Scorsese sagði: „Í huga mínum var hann síungur. Ungur vinur minn. Ég get ekki sætt mig við að hann sé farinn.“ Tom Hanks, sem Demme leikstýrði í Philadelphia, sagði: „Jonathan kenndi okkur hversu stórt hjarta manneskju getur verið og hvernig það vísar okkur veginn í lífinu og því sem við tökum okkur fyrir hendur.“

Demme hafði mikinn áhuga á tónlist, sérstaklega rokktónlist. Tónlist lék gjarnan stórt hlutverk í myndum hans og ein af þeim síðustu var myndin var Ricki and the Flash þar sem Meryl Streep lék roskna poppstjörnu. Myndin vakti litla athygli. Demme gerði heimildamyndir og í allnokkrum þeirra var fjallað um mannréttindabaráttu. Hann leikstýrði tónlistarmyndböndum, þar á meðal fyrir Bruce Springsteen. Hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leikstjórn sína á Silence of the Lambs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum