fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Fyrsta og eina ást Celine Dion

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 27. apríl 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

René Angélil, eiginmaður söngkonunnar Celine Dion, lést árið 2016 eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Celine tjáði sig nýlega um missinn og ræddi á hjartnæman hátt um eiginmann sinn. „René mun aldrei yfirgefa mig. Hann er alltaf í hjarta mínu. Hann kemur fram með mér á sviði. Hann kenndi mér allt sem ég kann,“ sagði hún. „Ég mun líklega syrgja alla ævi. Ég hef aldrei kysst annan mann.“ Hún segir René vera stóru ástina í lífi hennar og að hún eigi erfitt með sjá sig fyrir sér með öðrum manni. Hann hafi verið fyrsta og eina ástin í lífi hennar.

Celine leitar enn ráða hjá hinum látna eiginmanni sínum. Hún sagði að þegar hún hefði fengið tilboð um að hljóðrita Disney-lag úr Beauty and the Beast hefði hún tekið fram mynd af René og spurt hvort hún ætti að taka tilboðinu og fengið það svar að hún hefði engu að tapa.

Celine og René áttu saman þrjá syni, hinn sextán ára gamla René-Charles og tvíburana Eddy og Nelson. René var 73 ára gamall þegar hann lést. Hann var umboðsmaður söngkonunnar en þau hittust fyrst þegar hún var 12 ára og hófu samband sitt þegar hún var 19 ára. Örfáum dögum eftir dauða René lést bróðir Celine úr krabbameini 59 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld