fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Þrír breskir drengir dæma íslensk lög á Youtube: „Þið eruð hæfileikarík“

Prince, Aires og Jermaine eru afar ánægðir með íslenska tónlist

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 10. apríl 2017 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír breskir drengir, Prince, Aires og Jermaine, hafa vakið athygli hérlendis með skemmtilegum myndböndum á Youtube. Þeir kalla sig Kuzo-hópinn og í myndböndunum hlusta þeir á vinsæl íslensk lög og leggja dóm sinn á þau. Þeir skilja að sjálfsögðu ekki orð í neinu einasta lagi en það skemmir greinilega ekki fyrir upplifun þeirra sem er afar hressandi. Í athugasemdum má sjá að fjölmargir Íslendingar fylgjast vel með piltunum og senda þeim ábendingar um önnur lög sem þeir þurfa að hlýða á.

Áhugi þeirra á íslenskri tónlist sprettur ekki upp úr engu. Fram kemur í einu myndbandinu að Prince hafi búið í 5 mánuði á Íslandi árið 2016 og fer lofsamlegum orðum um land og þjóð. „Ef að þið hafið ekki farið til Ísland þá verðið þið að drífa ykkur, þetta er ótrúlegt land,“ segir Prince og leggur þar með sitt lóð á vog íslenskrar ferðaþjónustu.

Lög sem að félagarnir hafa dæmt eru „NeiNei“ með Áttunni, „Fullir vasar“ með Aroni Can, „Time“ með Sturla Atlas „Skilfurskotta“ og „Þetta má“ með Emmsjé Gauta, sem er í sérstöku uppáhaldi hjá þremenningunum.

Heilt yfir eru þremenningarnir afar ánægðir með íslenska tónlistarmenn. „Þið eruð hæfileikarík. Ég elska þetta lag,“ segir Prince meðal annars og dillar sér af innlifun við lag Áttunnar.

Hér má sjá nokkur myndbönd Kuzo-piltanna.

NEINEI – Áttan

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=wzwVEq6IOwM&w=560&h=315]

Þetta má ft. Herra Hnetusmjör – Emmsjé Gauti

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=tS5EtEtZxFs&w=560&h=315]

Enginn Mórall/Grunaður – Aron Can

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=bw2ptxCK_2A&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki