fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

„Mér finnst sérstakt að söfnuður sem styrktur er af ríkinu fái að komast upp með mannréttindabrot“

Ólst upp í Vottum Jehóva og var útskúfað vegna samkynhneigðar- „Fékk símtal frá ættingja sem sagði mér að ég væri ógeðsleg“

Auður Ösp
Laugardaginn 1. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var niðurbrotin í fyrstu, ég gat varla farið í Bónus, ég kveið því svo að hitta einhvern. Ég gat ekki umborið þessa höfnun,“ segir Lilja Torfadóttir sem sagði skilið við Votta Jehóva árið 2004, eftir að hafa alist upp innan safnaðarins og lengi vel haft lítil kynni af heiminum utan hans. Eftir að hafa komið út úr skápnum var henni útskúfað og gert ljóst að hún væri ekki lengur velkomin. Hún fer ekki dult með þá staðreynd að andlegt ofbeldi, heilaþvottur og þöggun viðgangist innan veggja Vottanna. Hún er þó hvorki bitur né reið.

Brot úr viðtalinu við Lilju birtist hér fyrir neðan en viðtalið í heild sinni má finna í helgarblaði DV

Útskúfuð

Lilja kom út úr skápnum árið 2002, þá nýskilin við barnsföður sinn. Það átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.

„Ég varð fyrst skotin í stelpu þegar ég var 15 ára, stelpu sem var með mér í unglingavinnunni. Ég áttaði mig samt ekkert á þeim tilfinningum, ég kveikti ekkert á perunni. Orðin lesbía og samkynhneigð voru ekki til í minni orðabók. Vinkona mömmu í söfnuðinum hafði komið út úr skápnum og í kjölfarið hvarf hún. Það sat í mér.“

Lilja vissi að samkynhneigðir væru ekki velkomnir innan Votta Jehóva og því fékk hún að kynnast eftir að hún flutti aftur til Íslands árið 2004, þá í sambandi með konu. Söfnuðurinn sneri algjörlega við henni baki.

„Ég fékk símtal frá ættingja sem úthúðaði mér og sagði mér að ég væri ógeðsleg. Ég tvíefldist við þetta, enda ætlaði ég ekki að láta annað fólk segja mér hvernig ég ætti að lifa mínu lífi. En ég varð miður mín við að sjá að ég átti enga vini eftir innan safnaðarins.“

Lilja var á þessum tíma enn skráð sem Vottur og enn gift barnsföður sínum á pappírum. Öldungar úr söfnuðinum mættu heim til hennar og spurðu hana hvort hún gerði sér grein fyrir hvaða augum Vottar litu samkynhneigða. Henni var gert ljóst að hún væri ekki lengur velkomin innan safnaðarins. „Ég gerði þeim grein fyrir að þetta væri mitt val.

Mér finnst sérstakt að söfnuður sem styrktur er af ríkinu fái að komast upp með mannréttindabrot. Ég vil ekki vera Vottur en það er margt annað samkynhneigt fólk sem vill vera í söfnuðinum,“ segir Lilja en foreldrar hennar fengu einnig heimsókn frá öldungunum þar sem þeir voru spurðir hvort þeim fyndist í lagi það sem dóttir þeirra væri að gera, að búa með konu og eiga með henni fjölskyldu. Foreldrar hennar sögðu sig í kjölfarið úr söfnuðinum.

„Mamma og pabbi urðu mjög reið. Þau gerðu Vottunum ljóst að þau myndu styðja mig alla leið. Það tók samt tíma fyrir þau að yfirgefa Vottana, enda á mamma systkini innan safnaðarins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki