fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Hamingjusamur Bennett

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 30. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Tony Bennett er orðinn níræður. Í lok síðasta árs sendi hann frá sér endurminningabókina Just Getting Started. Söngvarinn var nýlega í viðtali við Sunday Times ásamt eiginkonu sinni, Susan Benedetto, sem er fjörtíu árum yngri en hann. Þar sögðu þau frá kynnum sínum en þau hittust fyrst þegar Susan var 13 ára og formaður aðdáendaklúbbs hans. Foreldrar hennar voru miklir aðdáendur söngvarans og þegar móðir Susan var ólétt að Susan, komin þrjá mánuði á leið, fengu hjónin mynd af sér með Bennett baksviðs eftir tónleika hans. Myndin er enn til og Bennett hefur áritað hana.

Þegar Susan var 19 ára hafði hún samband við Bennett sem bauð henni út. Hún segist ekki hafa haft áhuga á karlmönnum sem voru á hennar aldri, hún var gagntekinn af söngvaranum. „Ég var heilluð af útliti hans, tali hans og því hversu vel hann kom fram við mig. Hann var fullkominn herramaður,“ segir hún. Hún varð þriðja eiginkona hans árið 2007 og þá höfðu þau verið saman í tuttugu og eitt ár.

Hjónin búa á Manhattan. Bennett er frístundamálari og málar með útsýni yfir Central Park. Susan hefur setið fyrir hjá honum. Að sögn eiginkonunnar syngur Bennett öllum stundum, og vitanlega hraustlega í sturtunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin