Það kemur í ljós á morgun hvaða litur verður fyrir valinu
Á morgun, föstudag, er alþjóðlegi litadagurinn. Fyrirtækið Crayola sem framleiðir, meðal annars vaxliti, af öllum gerðum, ætlar það að nota tilefnið og tilkynna hvaða vaxlit fyrirtækið ætlar að hætta framleiðslu á.
Það eina sem gefið hefur verið upp í málinu er að vaxliturinn er með þeim fyrstu sem framleiddur var á sínum tíma og hefur verið í sölu síðan.
Þar sem mikil ólga hefur skapast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu Crayola hefur talsmaður fyrirtækisins gefið út að tilkynningin verði flutt í beinni útsendingu á Facebook síðu Crayola í fyrramálið.
Skiptar skoðanir eru á því hvaða lit Crayola ætlar að hætta að framleiða. Margir eru á því að hvíti liturinn verði látinn fjúka. Aðrir eru sannfærðir um að liturinn sé gul-grænn eða apríkósu bleikur. Aðrir vilja meina að bláu litirnir séu of margir.