fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Clooney gleður eldri borgara

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 26. mars 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George Clooney á aðdáendur víða um heim. Í þeim hópi er hin 87 ára gamla Pat Adams sem dvelur á hjúkrunarheimili í Berkshire á Englandi. Á hverjum degi hafði hún orð á því við starfsfólk að draumur sinn væri að hitta George Clooney – hvern dreymir svosem ekki um það? Starfsfólkið tók sig til og skrifaði blaðafulltrúum leikarans í veikri von um að hægt væri að koma á fundi. Draumar geta ræst og einn daginn mætti Clooney öllum að óvörum með blómvönd og kort til Pat sem hafði fagnað afmæli sínu nokkrum dögum fyrr. Afmælisbarnið var himinlifandi með hina óvæntu heimsókn og fékk vitanlega mynd af sér með stjörnunni. Reyndar segir starfsfólkið að nokkrum dögum eftir heimsóknina hafi Pat enn verið brosandi út að eyrum.

Sjarmörinn heillaði Pat upp úr skónum.
George og Pat Sjarmörinn heillaði Pat upp úr skónum.

Clooney og eiginkona hans Amal eiga hús í Berkshire og dvelja þar nú löngum stundum meðan þau bíða eftir fæðingu tvíbura en von er á þeim í júní. Pat Adams, sem segir Clooney vera töfrandi, bauð honum að koma aftur í heimsókn og þá með tvíburana. „Ég óska honum velfarnaðar með börnin því hann er afskaplega almennilegur maður,“ segir Pat.

George Clooney er gríðarlega vel liðinn af öllum sem honum kynnast enda afar alþýðlegur og þekktur fyrir örlæti. Hann hefur hlotið margs konar viðurkenningar á ferlinum og í síðasta mánuði hlaut hann César-heiðursverðlaunin í París.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri