fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Clooney gleður eldri borgara

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 26. mars 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George Clooney á aðdáendur víða um heim. Í þeim hópi er hin 87 ára gamla Pat Adams sem dvelur á hjúkrunarheimili í Berkshire á Englandi. Á hverjum degi hafði hún orð á því við starfsfólk að draumur sinn væri að hitta George Clooney – hvern dreymir svosem ekki um það? Starfsfólkið tók sig til og skrifaði blaðafulltrúum leikarans í veikri von um að hægt væri að koma á fundi. Draumar geta ræst og einn daginn mætti Clooney öllum að óvörum með blómvönd og kort til Pat sem hafði fagnað afmæli sínu nokkrum dögum fyrr. Afmælisbarnið var himinlifandi með hina óvæntu heimsókn og fékk vitanlega mynd af sér með stjörnunni. Reyndar segir starfsfólkið að nokkrum dögum eftir heimsóknina hafi Pat enn verið brosandi út að eyrum.

Sjarmörinn heillaði Pat upp úr skónum.
George og Pat Sjarmörinn heillaði Pat upp úr skónum.

Clooney og eiginkona hans Amal eiga hús í Berkshire og dvelja þar nú löngum stundum meðan þau bíða eftir fæðingu tvíbura en von er á þeim í júní. Pat Adams, sem segir Clooney vera töfrandi, bauð honum að koma aftur í heimsókn og þá með tvíburana. „Ég óska honum velfarnaðar með börnin því hann er afskaplega almennilegur maður,“ segir Pat.

George Clooney er gríðarlega vel liðinn af öllum sem honum kynnast enda afar alþýðlegur og þekktur fyrir örlæti. Hann hefur hlotið margs konar viðurkenningar á ferlinum og í síðasta mánuði hlaut hann César-heiðursverðlaunin í París.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“