fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Alla mína æsku hringdi síminn stöðugt

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 25. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, er í viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir hann meðal annars um föður sinn, Ævar Jóhannsson, hugsjónamann sem var á undan sínum tíma. Ævar fann meðal annars upp aðferð sem notuð er í heiminum í dag við að framkalla lit og fékk fyrir henni einkaleyfi sem hann missti að lokum. Hann fann einnig upp tæki sem heitir íssjáin og er notuð til að mæla þykkt á jöklum. Ævar, sem er 86 ára gamall, er landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt.

Myndin er tekin fyrir nokkrum árum þegar hann tók við umhverfis- og samfélagsverðlaunum Kópavogsbæjar.
Ævar Jóhannsson, faðir Þórarins Myndin er tekin fyrir nokkrum árum þegar hann tók við umhverfis- og samfélagsverðlaunum Kópavogsbæjar.

Í viðtalinu segir Þórarinn frá því hvernig faðir hans fékk hugmyndina að lúpínuseyðinu. „Hann dreymdi mjög skýran draum þar sem maður kom til hans og sagði honum að taka tilteknar jurtir og sjóða saman í ákveðinn tíma. Það myndi gera gagn. Vinur pabba var með krabbamein á lokastigi og það var ákveðið að prófa seyðið á honum. Hann var að deyja en eins og hendi væri veifað hvarf krabbameinið,“ segir Þórarinn. „Þetta var byrjunin. Eitt leiddi af öðru og æ fleiri fóru að drekka seyðið. Seyðið virtist styrkja ofnæmiskerfið og fólki fannst því líða betur. Pabbi gaf alltaf seyðið, þáði ekki krónu fyrir, þetta var hugsjónastarf.“

Þórarinn varð vitanlega var við hversu mikill áhugi almennings var á seyðinu. Alla mína æsku hringdi síminn stöðugt og á öllum tímum dags hringdi dyrabjallan, meira að segja á aðfangadag. Pabbi talaði við hvern einasta mann. Hann hélt mikið bókhald um þetta fólk til að fylgjast með hvernig því reiddi af. Enn er á lífi fólk sem þakkar honum fyrir að hafa bætt líf sitt eða nákominna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“