fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fókus

Emilía gifti sig 22 ára: „Ha? Gifta ykkur? En þið eigið allt lífið eftir”

Ólíkt flestum finnst Emilíu barneignir mun stærri skuldbinding en hjónaband

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 22. mars 2017 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ha? Gifta ykkur? En þið eigið allt lífið eftir.” Þetta voru viðbrögð vina og ættingja Emilíu Bjargar Óskarsdóttur þegar hún tilkynnti að hún ætlaði að gifta sig árið 2007, þá 22 ára gömul. Ólíkt flestum Íslendingum af þúsaldarkynslóðinni svokölluðu finnst Emilíu mun stærri skuldbinding að eignast barn en að ganga í hjónaband.

Vildi gera allt í réttri röð

Emilía, sem einhverjir ættu að kannast við frá því að hún var meðlimur í stúlknahljómsveitinni Nylon, og Pálmi Sigurðsson gengu í hjónaband sumarið 2007. Emilía var þá 22 ára og Pálmi 26 ára.

Á bloggsíðu sinni á Króm segir Emilía frá því að á þessum tíma hafi þau verið búin að vera saman í 4 ár og handviss um að þau vildu eyða lífinu saman. Þá hafði Emilía, sem er 32 ára í dag, alltaf séð fyrir sér að verða ung brúður.

„Svo er ég líka mjög skipulögð og því var þetta allt saman í „réttri“ röð,“ segir Emilía í bloggfærslunni en fyrir henni er rétta röðin að búa fyrst saman, gifta sig og eignast börn eftir það.

Fagna 10 ára brúðkaupsafmæli í sumar

Emilía kveðst lítinn sem engan skilning hafa haft á þessum athugasemdum fólks sem fussaði yfir því að þau ætluðu að gifta sig svona ung:

„Fyrir mér er mun stærra skref að eignast barn með einhverjum heldur en hjónaband – en það virðist „sjálfsagðara“ að fólk eignist börn upp úr tvítugu en hjónaband, Guð forði ykkur frá því. Það að vilja játa ást okkar fyrir Guði og mönnum var á engan hátt að fara að skerða okkar möguleika í lífinu, þvert á móti.“

Nú eru liðin 14 ár síðan Emilía og Pálmi kynntust og þau eiga 10 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Frá því að þau giftu sig eru þau búin að eignast tvær dætur og Emilía kveðst ekki geta hugsað sér lífið án hans.

„Hann stendur alltaf við bakið á mér sama hvað, er minn allra besti vinur og er alltaf til staðar. Hann er besti pabbi sem dætur mínar og stjúpdóttir gætu átt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ísak Snær til Lyngby
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kuldaleg framkoma forsetafrúarinnar vekur athygli aftur – Tveimur mánuðum eftir alræmda atvikið

Kuldaleg framkoma forsetafrúarinnar vekur athygli aftur – Tveimur mánuðum eftir alræmda atvikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist í raun og veru? Sannleikurinn á bak við áheyrnarprufu og taugaáfall keppanda í X Factor

Hvað gerðist í raun og veru? Sannleikurinn á bak við áheyrnarprufu og taugaáfall keppanda í X Factor
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu“

„Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar