fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Ein dáðasta söngkona þjóðarinnar

Elly frumsýnd í Borgarleikhúsinu – Segir frá sorgum og gleði Ellyjar Vilhjálms

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fjölmenni í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöld þegar Elly, nýtt íslenskt verk um einu dáðustu söngkonu þjóðarinnar, Elly Vilhjálms, var frumsýnt. Verkið var unnið í samstarfi við Vesturport og fer Katrín Halldóra Sigurðardóttir með hlutverk Ellyjar í sýningunni.

Ævisaga Ellyjar, sem Margrét Blöndal ritaði og gefin var út árið 2012, var notuð sem heimild fyrir verkið auk fjölmargra frásagna frá vinum og kunningjum Ellyjar. Í verkinu er farið yfir ævi og störf hennar, bæði sem opinber persóna og söngkona, og gleði og sorgir hennar í einkalífinu.

Gísli Örn Garðarsson mætti með móður sinni á sýninguna. Verkið um Elly var sett upp í samstarfi við Vesturport.
Vesturport Gísli Örn Garðarsson mætti með móður sinni á sýninguna. Verkið um Elly var sett upp í samstarfi við Vesturport.
Helgi Seljan og unnusta hans, Katrín Rut Bessadóttir, létu sig ekki vanta.
Helgi Seljan og unnusta hans, Katrín Rut Bessadóttir, létu sig ekki vanta.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, var brosmildur með konu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur.
Brosmild hjón Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, var brosmildur með konu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur.
Björn Hlynur Haraldsson og Rakel Garðarsdóttir sem heldur utan um nöfnu sína.
Glæsileg saman Björn Hlynur Haraldsson og Rakel Garðarsdóttir sem heldur utan um nöfnu sína.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir fer með hlutverk Ellyjar í sýningunni.
Elly Katrín Halldóra Sigurðardóttir fer með hlutverk Ellyjar í sýningunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri