fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

George Clooney bauð 14 bestu vinum sínum í kvöldmat: Urðu orðlausir þegar þeir áttuðu sig á tilganginum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. desember 2017 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru til góðir vinir, frábærir vinir og svo er það hann George Clooney. Frásögn eins af bestu vinum Clooneys, viðskiptajöfursins Rande Gerber, á atviki sem varð 27. september árið 2013 hefur vakið mikla athygli. Það kvöld bauð Clooney bestu vinum sínum í kvöldmat.

„Við köllum okkur Strákana. George hringdi í mig og strákana og sagði okkur að taka 27. September 2013 frá því okkur væri boðið í kvöldmat heim til hans.“

Þegar hópurinn mætti til Clooneys tóku á móti þeim fjórtán skjalatöskur sem stóðu á borðinu. Clooney sagði þeim að opna töskurnar og blöstu þá við peningaseðlar í kílóavís, eða ein milljón dala í tuttugu dala seðlum.

„George útskýrði þetta og sagði að vinskapurinn væri honum mikils virði,“ sagði Rande við E! News. Clooney hefði nefnt að hann hefði oft fengið að gista heima hjá þeim á hans yngri árum, þegar hann var að reyna að fóta sig í hörðum heimi Hollywood. Peningarnir væru þakklætisvottur því vinirnir hefðu reynst honum svo vel og staðið með honum í gegnum súrt og sætt.

Gerber segir að nokkrir í vinahópnum séu ekki beint sterkefnaðir og því hafi peningarnir komið sumum betur en öðrum. Einn í hópnum vann á bar á flugvelli í Texas og átti í erfiðleikum með að láta enda ná saman. Það kom sér því vel að fá eina milljón dala á einu bretti. Sjálfur er Gerber efnaður en hann er kvæntur leikkonunni og fyrirsætunni fyrrverandi Cindy Crawford. Gerber sagði Clooney að hann gæti ekki tekið við þessum peningum, en Clooney þá sagt að ef hann tæki þá ekki fengi enginn þá.

Gerber ákvað því að taka við peningunum en lét þá renna óskipta til góðgerðarmála.

„Svona er George. Þetta var 27. september 2013. Þann 27. september 2014 kvæntist hann Amal. Það myndi ég kalla gott karma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki