fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025

Herra Hnetusmjör Ráðherrason

Rapparinn vinsæli er sonur fyrrverandi félagsmálaráðherra

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 8. desember 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að það gusti af rapparanum Herra Hnetusmjöri. Lagið hans, Já, ég veit, hefur tröllriðið vinsældalistum landsins undanfarið. Á dögunum fylgdi hann vinsældum lagsins eftir með því að gefa út plötuna Kóp Boi. Á henni eru ellefu brakandi fersk lög sem hafa fallið vel í kramið. Herra Hnetusmjör heitir réttu nafni Árni Páll Árnason og er tuttugu og eins árs gamall.

Er einn allra vinsælasti rappari landsins.
Herra Hnetusmjör Er einn allra vinsælasti rappari landsins.

Það sem færri vita er að faðir hans er Árni Magnússon, sem gegndi embætti félagsmálaráðherra fyrir hönd Framsóknarflokksins árin 2003–2006. Árni starfar í dag sem framkvæmdastjóri Orku hjá verkfræðistofunni Mannviti.

Árni stendur greinilega þétt á bak við rappferil sonarins því í fjórða lagi nýútkominnar plötu, sem ber heitið Lítur allt út fyrir það, segir Herra Hnetusmjör: „Pabbi sagði eltu drauminn og ég gerði hobbí mitt að vinnu“. Það hefur sonurinn svo sannarlega gert en í sama lagi kemur fram að hann taki 100 þúsund krónur fyrir að semja takt og 300 þúsund krónur fyrir að koma fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 17 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?