fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Galsi og gleði í Gung Ho

Hlaupaþraut slær í gegn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. ágúst 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gung Ho-hlaupið var haldið á Íslandi í fyrsta sinn laugardaginn 12. ágúst síðastliðinn og seldist upp í hlaupið, sem fór fram í Laugardalnum í brakandi blíðu. Gung Ho er ekkert venjulegt hlaup, heldur risavaxin og skemmtileg hlaupaþrautabraut fyrir alla, stóra sem smáa.

„Við erum í skýjunum hvernig til tókst, það fóru allir brosandi heim, þá erum við glöð sem stöndum að þessu,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson hjá BASIC sem sér um Gung Ho, en fyrirtækið hefur einnig staðið að The Color Run-litahlaupinu, síðustu þrjú ár.

Hvað þýðir Gung Ho?

Skilgreining á orðatiltækinu Gung Ho er þríþætt.Upphaflega kemur hugtakið til hins vestræna heims frá Kína þar sem Gung Ho stendur fyrir samvinnu.Gung Ho er notað yfir aðila sem eru einbeittir og ætla að fara „alla leið“ í því sem þeir eru að gera.Gung Ho er heitið á heræfingum þar sem þátttakendur klifra yfir timburveggi, skríða undir kaðla og hlaupa í gegnum dekkjaþrautir svo eitthvað sé nefnt.

Gung Ho hlaupabrautin er engin smásmíði, hún er er fimm kílómetra löng og samanstendur af tíu risavöxnum uppblásnum hindrunum. Það var því ljóst að finna þurfti góðan og stóran stað til að halda viðburðinn og var honum fundinn staður í Laugardalnum.

„Við þurftum að komast í bæði mikið rafmagn og mikið pláss. Við þurfum gríðarlega stórt svæði, og sem dæmi þá er ein brautin 370 fermetrar, þetta voru því þúsundir fermetra sem okkur vantaði.“

Greta Salóme og Arnar Ragnarsson voru kynnar Gung Ho og sáu um að hita mannskapinn vel upp fyrir hlaup.
Kynnar Gung Ho Greta Salóme og Arnar Ragnarsson voru kynnar Gung Ho og sáu um að hita mannskapinn vel upp fyrir hlaup.

Vertu með árið 2018

Vegna vinsælda The Color Run ákváðu Davíð Lúther og félagar hans að skoða fleiri hlaup og fundu Gung Ho í Bretlandi. „Það var prufukeyrt þar með nokkrum Íslendingum og niðurstaðan varð sú að þetta væri stórkostleg skemmtun og óhefðbundin, þannig að við létum slag standa, sóttum um réttindin meðan við vorum enn úti og fengum réttinn til að halda hlaupið á Íslandi og í Skandinavíu,“ segir Davíð Lúther.

Niðurstaðan varð sú sama hér heima, uppselt var í hlaupið og skemmtu allir sér konunglega, ungir sem aldnir, fjölskyldur sem einstaklingar og mun Gung Ho snúa aftur næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn