fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Stefnir í að Stefanía verði vinsælasta stúlkan: Kölluð „Litla bolla beikon“ af móður

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Tara Þrastardóttir ber höfuð og herðar yfir allar aðrar stúlkur í vefkosningu Ungfrú Ísland sem fer fram á Facebook. Sú sem fær flest læk þar mun verða krýnd „Miss Peoples Choice Iceland 2017“ eða einfaldlega vinsælasta stúlkan. Hún er nú þegar komin með tæplega tvö þúsund læk, sem er helmingi meira en sú sem kemur næst á eftir henni.

Í viðtali við Bleikt á dögunum sagði Stefanía eftirminnilega að móðir hennar kallað sig „Litlu bollu beikon“. „Ég skráði mig algjörlega í einhverju sjálfstraustarkasti og hugsaði svo ekkert um það meira. Ég trúi þessu ekki enn þá. Litla Bolla Beikon, eins og mamma kallar mig, að fara í Ungfrú Ísland?,“ sagði Stefanía í samtali við Bleikt.

Hún hefur starfað með börnum síðasta eitt og hálft ár en hún segir að draumurinn sinn sé að stofna eigin fyrirtæki. Stefanía er 22 ára og er frá Akureyri. „Þegar það opnaði fyrir umsóknir aftur í ár fékk ég tölvupóst um það og ákvað að senda inn aftur. Ég hugsaði bara: af hverju ekki? Mér líður rosalega vel með það. Svona ferli kennir manni margt og meðal annars að elska sjálfan sig enn meira og kunna að meta nákvæmlega hvernig maður er,“ sagði Stefanía í viðtali við Bleikt.

Hér fyrir neðan má taka þátt í vefkosningunni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?