fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

Brie Larson þakkar Lawrence og Stone

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 30. apríl 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikkonan Brie Larson segir hóp vinkvenna, þar á meðal Emmu Stone og Jennifer Lawrence, hafa bjargað lífi sínu. Larson vakti gríðarlega athygli fyrir leik sinn í The Room sem færði henni Óskarinn. Leikkonan var í stöðugum viðtölum en kunni ekki vel við alla athyglina.

„Ég var einmana og stundum leið mér illa. Mér fannst óþægilegt að tala stöðugt um sjálfa mig,“ sagði hún í nýlegu viðtali við Vanity Fair. Einn daginn fékk hún tölvupóst frá Emmu Stone og skömmu síðar sendi Jennifer Lawrence henni sms-skilaboð eftir að hafa séð The Room. Í kjölfarið varð til vinahópur þeirra þriggja og fleiri leikkvenna, þar á meðal Lenu Dunham og Amy Schumer. Larson segir þennan hóp hafa bjargað lífi hennar.

„Ég gat talað við þennan hóp um allt sem var að gerast í lífi mínu, og þetta var fólk sem hafði gengið í gegnum það sama og ég.“ Hún segir konurnar í þessum hópi vera stórskemmtilegar og viðurkenning þeirra og stuðningur hafi verið henni allt í þessum tíma. Larson sagði í viðtalinu við Vanity Fair að hún hefði í æsku fengið heimakennslu og því ekki eignast vini sem höfðu sömu áhugamál og hún, það hefði því verið opinberun að eignast þessar nýju vinkonur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“
Fókus
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann