fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Lloyd Webber telur ekki gott að erfa mikinn auð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 21. apríl 2017 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Lloyd Webber segist afskaplega ánægður með að hafa ekki erft auð. Hann er forríkur og á fimm börn en segist ekki ætla að láta börn sín erfa megnið af auðæfunum. Hann segir það geta haft afar slæm áhrif á börn að fá auðæfi í arf, það sé ekki sniðugt að mata börn á peningum. Sjálfur fæddist hann inn í miðstéttarfjölskyldu sem hafði yndi af tónlist og byrjaði að semja tónverk rúmlega níu ára gamall.

Tónskáldið hefur notið gríðarlegrar velgengni í áratugi. Söngleikur hans Óperudraugurinn (Phantom of the Opera) heftur verið samfellt í sýningum á Broadway í 29 ár og í London í 31 ár. Enginn söngleikur kemst nálægt því að slá það met. Í byrjun þessa árs voru fjórir söngleikir hans á fjölum Broadway: Cats, Óperudraugurinn, School of Rock og Sunset Boulevard.

Lloyd Webber er 69 ára gamall. Fyrir nokkrum árum fékk hann krabbamein og þurfti síðan að gangast undir aðgerð í baki en þar fór sitthvað úrskeiðis og hann var mjög þjáður. Þegar hann náði heilsu á ný sneri hann sér að því að semja og til varð söngleikurinn School of Rock sem hefur slegið í gegn.

Lloyd Webber eyðir drjúgum tíma í Bandaríkjunum. Donald Trump er meðal aðdáenda og í kosningabaráttunni bauð hann Lloyd Webber í kaffi og ræddi fjálglega um fallega söngrödd fyrrverandi eiginkonu Lloyd Webber, Söru Brightman. Lloyd Webber segir að hann hafi fengið á tilfinninguna að Trump væri ákaflega undrandi yfir því mikla fylgi sem hann hefði sankað að sér. „Hann leit ekki út fyrir að vera maður sem hefði ástríðufullan áhuga á að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði Lloyd Webber nýlega í viðtali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs