fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fókus

Ósáttir atvinnutrúðar

Ekki allir sáttir við myndina It sem gerð er eftir samnefndri bók Stephens King

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð eftirvænting ríkir meðal hrollvekjuunnenda vegna myndarinnar It sem frumsýnd verður í haust. Um er að ræða mynd sem byggð er á samnefndri skáldsögu Stephens King frá árinu 1986.

Á dögunum var frumsýnd stikla vegna myndarinnar en hún þykir sýna trúða í heldur neikvæðu ljósi. Myndin segir jú frá yfirnáttúrulegri veru, Pennywise að nafni, sem gerir börnum í bænum Derry í Maine lífið leitt. Pennywise er trúður sem heldur til í holræsakerfi bæjarins.

Eftir að stiklan var frumsýnd brugðust atvinnutrúðar ókvæða við. Einn þeirra er Matthew Faint sem hefur lifibrauð sitt af því að koma fram í gervi trúðsins Mattie. „Við þurfum að berjast fyrir tilvist okkar. Þetta er hræðileg mynd og við viljum ekki láta tengja okkur við hana. Við þurfum ekki á þessu að halda,“ hafði Sky News eftir Matthew.

Celine Harland er annar atvinnutrúður og segir hún að myndin komi út á slæmum tíma. Ekki er langt síðan greint var frá holskeflu óhugnanlegra atvika þegar einstaklingar í trúðagervi gerðu börnum og fullorðnum lífið leitt, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi.

„Þetta mun hafa áhrif á atvinnu okkar. Ég hef verið að fá afbókanir frá fólki og kennurum sem óttast að börnin verði hrædd,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“
Fókus
Í gær

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði