fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Spennandi tímar í fatahönnun

Magnea Einarsdóttir og Anita Hirleklar sameinast undir einu þaki við Garðastræti 2

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fata- og textílhönnuðirnir Anita Hirleklar og Magnea Einarsdóttir opnuðu nýja konsept-verslun við Garðastræti 2 á laugardag. Anita og Magnea eru í hópi fremstu hönnuða landsins en í versluninni verður boðið upp á vörur frá þeirra merkjum.

Magnea útskrifaðist Central Saint Martins-skólanum í London árið 2012 og hefur því starfað sem fatahönnuður í um fimm ár. Í viðtali við Fréttatímann fyrir skemmstu sagði Magnea að hún hefði starfað sjálfstætt frá því að hún flutti heim árið 2012 og vinnur hún nú að því að koma hönnun sinni á stærri markað en þann íslenska.

Leiðir þeirra Anitu og Magneu lágu einmitt saman í London þar sem Anita lagði áherslu á prent en Magnea á prjón. Þær hafa báðar verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands fyrir verk sín.

Myndlistakonan Auður Ómarsdóttir stendur við eitt verka sinna sem er til sýnis í versluninni. Auður skapaði rýmið fyrir opnunina á laugardag, en hún vinnur með fjölbreytta miðla í list sinni, allt frá málverki til kvikmynda.
Listakona Myndlistakonan Auður Ómarsdóttir stendur við eitt verka sinna sem er til sýnis í versluninni. Auður skapaði rýmið fyrir opnunina á laugardag, en hún vinnur með fjölbreytta miðla í list sinni, allt frá málverki til kvikmynda.
Jóhanna og Guðrún létu sig ekki vanta á opnunina og skemmtu sér vel.
Gaman Jóhanna og Guðrún létu sig ekki vanta á opnunina og skemmtu sér vel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“