fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fókus

Frosti: Hann brotnaði gjörsamlega niður – Hefðbundin ferð á pizzastað snerist upp í sorglega upplifun

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir mánuði síðan var ég vakinn til rækilegrar vitundar við lestur stöðufærslu hjá einum félaga mínum á Facebook. Aðilinn sem skrifaði færsluna lýsti því hvernig annars hefðbundin ferð á pizzastað hefði snúist upp í sorglega upplifun. Upplifun sem leiddi til þess að hann brotnaði gjörsamlega niður. Þetta kvöld má segja að ákveðið korn hafi fyllt mæli sem hægt og rólega hafði verið að fyllast.“

Þannig hefst pistill eftir Frosta Logason annan stjórnanda Harmageddon sem birtur er í Fréttablaðinu í dag. Stöðufærslan á Facebook sem Frosti vitnar til vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Þá sagði faðir fjögurra ára barns sem fæddist með Downs-heilkenni frá ferð á pizzastað. Þegar hann var að greiða fyrir pizzuna heyrði hann starfsmennina ræða um að einn vinur þeirra væri með Mongólíta á snap og endurtók það hátt og greinilega yfir allan staðinn. Þá sagðir faðirinn frá því að í fleiri skipti í febrúarmánuði hefði hann heyrt fólk tala á svipuðum nótum víða í samfélaginu. Atvikið á pizzastaðnum var kornið sem fyllti mælinn og brotnaði hann gjörsamlega niður. Bað hann fólk að sína hvert öðru virðingu og bæta orðaforða sinn. Vakti frásögn hins sorgmædda föður mikla athygli.

Frosti segir að frásögnin hafi fengið mikið á hann.

„Þetta sló mig sérstaklega þegar ég hugsaði til þess hversu oft ég sjálfur hef fíflast með þessi orð í fullkomnu hugsunarleysi. Án þess að gera mér minnstu grein fyrir sárindunum sem þeim kunna að fylgja.“

Þá segir Frosti enn fremur:

„Í stöðufærslunni lýsti félagi minn því hvernig sonur hans hefði auðvitað ekki valið að fæðast með Downs-heilkenni, en hann væri glaðlyndur, hress, skemmtilegur og yndislegur strákur sem væri elskaður af fjölskyldu sinni og öllum sem honum kynntust. Sem segir sig auðvitað sjálft. Drengurinn er, eins og allir aðrir sem eru með Downs-heilkenni, manneskja af holdi og blóði sem skartar nákvæmlega sama tilfinningaskala og við gerum öll.“

Frosti bætir við að Íslendingar eigi að fagna fjölbreytileikanum.

„Ég á ekki auðvelt með að setja mig í spor fólks með Downs-heilkenni eða aðstandenda þeirra. En ég veit að fordómar okkar hinna gera þeim ekki auðvelt fyrir,“ segir Frosti og bætir við að lokum:

„Hugsum áður en við tölum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta einfalda atriði getur haft áhrif á fitutap – og kostar ekkert

Þetta einfalda atriði getur haft áhrif á fitutap – og kostar ekkert
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber

Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarísk kona hneyksluð eftir heimsókn í íslenska verslun: „Af hverju horfði hún á mig eins og ég hefði beðið um heróín?“

Bandarísk kona hneyksluð eftir heimsókn í íslenska verslun: „Af hverju horfði hún á mig eins og ég hefði beðið um heróín?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Justin Bieber sveittur í afeitrun

Justin Bieber sveittur í afeitrun