fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Veist þú hvers vegna forsetinn er í mislitum sokkum?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, klæðist mislitum sokkum á mynd sem Downsfélagið birtir á Facebook-síðu sinni. Á síðunni kemur fram að fólk um allan heim klæðist mislitum sokkum þann 21. mars ár hvert til að fagna og sýna samstöðu með margbreytileikanum.

Á morgun er Downsdagurinn er og Guðni Th. með þessu að sýna baráttu samtakanna stuðning. Þar er fólk hvatt til að deila myndum af sér í mislitum sokkum á Instagram, með myllumerkinu #downsfelag og #downsdagurinn. „Í veislu félagsins í Laugardal verður stór skjár þar sem myndirnar munu birtast.“

Við myndina á síðu Downsfélagsins má sjá að stuðningur forsetans mælist vel fyrir „Það er frábært að hafa þennan forseta sem ekki gerir greinarmun á sér og venjulegu fólki. Hann er öllum góð fyrirmynd“ skrifar einn við færsluna.

Sameinuðuþjóðirnar stóðu fyrir því að 21. mars yrði alþjóðadagur Downs-heilkennisins. Markmiðið er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litningi 21. Með öðrum orðum hafa þeir sem eru með Downs þrjú eintök af litningi númer 21. Á síðu Downsfélagsins kemur fram að haldið verði upp á daginn í veislusal Þróttar á milli klukkan 17 og 19 á morgun. „Frábært tilefni til að hittast og gleðjast saman. Jón Jónsson mun gleðja okkur með nokkrum lögum. Hlökkum til að sjá sem flesta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri