fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Valtýr styður Ingó: „Flottur ertu. En dísus með þessa konu. Vantar hana svona mikla athygli?“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 16. janúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er búið að úthúða mér duglega,“ segir Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður, betur þekktur sem Ingó veðurguð, sem tók út færslu þar sem hann tjáði sig um að ung kona að nafni Diljá Sigurðardóttir hefði farið berbrjósta í sund á Akranesi.

Starfsmaður laugarinnar bað Diljá um að fara í topp og hylja brjóst sín eftir að aðrir gestir höfðu kvartað yfir framferði hennar. Var Diljá ósátt við það. Ingólfur sagði í upphaflega innlegginu sem varð að frétt á Vísi:

„Það þarf einhver að benda þessu baráttufólki fyrir „frelsun geirvörtunnar“ á þá staðreynd að það er líffræðileg skýring á því að brjóst séu kynfæri. Þetta er bara eins og í dýraríkinu þar sem geta til að fæða afkvæmin er metin sem kostur. Þetta hefur því ekkert með samfélagslegt gildismat að gera eins og sumir aktivistar virðast halda. Þetta snýst um líffræði og náttúruval. Sama hverju téðir aktivistar vilja breyta.“

Vöktu ummælin athygli en Ingó tjáði sig á Facebook og sagði að það hefði ekki verið markmið sitt að komast í fréttir.

„Biðst afsökunar ef ég hef sært einhverja sem eru að berjast fyrir góðum hlutum; markmiðið var einungis og eingöngu að velta upp hinni hliðinni sem ég sá. Það má vel vera að hún sé röng. Fyrsta frétt á Vísi var aldrei markmiðið.“

Frelsun geirvörtunnar

Diljá tók þátt í „Free the nipple“ árið 2015 en hún sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Mér finnst brjóst ekki vera neitt til að skammast sín fyrir.“ Hún ætlar að halda áfram að fara berbrjósta í sund.

Síðan þá hefur talsverð umræða átt sér stað um þessi mál og hafði Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, þetta að segja um málið. „Held það sé rétti tíminn til að árétta að allt fólk er velkomið berbrjósta í sundlaugar Reykjavíkur.“

Valtýr Björn styður Ingó

Eftir frétt Vísis tjáði Ingó sig á Facebook-síðu sinni og var ósáttur við fréttina. Þar sagði tónlistarmaðurinn umdeildi:

„1. Konur eiga að vera i ákveðnum fatnaði eða hylja sig – mer gæti ekki verið meira sama hvernig fólk klæðir sig. 2. Að ég sé á einhvern hátt ósammála réttindabaráttunni. Það kom aldrei fram hjá mer. Það sem eg velti upp var pælingin hvort það væri möguleiki að breyta menningartengdum hugsunarhætti þegar hann myndi skarast við eðlisfræðilega þætti. Ég frábið mer að vera gerður að einhverjum talsmanni gegn einu né neinu.“

Fékk Ingó nokkurn stuðning og sagði Valtýr Björn Valtýsson, hinn kunni íþróttafréttamaður:

„Flottur ertu. En dísus með þessa konu. Vantar hana svona mikla athygli?“

Var Valtýr þá spurður hvort ástæða þess að maður sem hefði gert það að atvinnu sinni að vera í sjónvarpi, að spyrja hvort kona sem hefði farið berbrjósta í sund „vantaði svona mikla athygli“ væri að láta karlrembu stíga sér til höfuðs.

„Ekki blanda saman vinnu og að fara í sund. Í mínu tilviki var þetta bara vinna sem ég hafði gaman að. Rambaði óvart þarna inn eftir að hafa unnið í ÁTVR,“ sagði Valtýr og bætti við á öðrum stað: „Fyrirgefðu ef við erum ekki sömu skoðunar. Svona er lífið. Fólk hefur mismunandi skoðanir og er það vel.“

Hafa fleiri vinir Ingó stígið fram honum til stuðnings, þar á meðal Þórhallur Dan Jóhannsson fyrrverandi knattspyrnukappi.

„Það er nú bara þannig Ingó og í þessum efnum og fleirum að ef þú ert ekki sammála þeim sem eru að berjast fyrir því málefni þá ert þú á móti og ert þá úthrópaður kvennhatari og já eða útlendingahatari ef það er umræðan.“

Sjálfur segir Ingó að hann vilji ekki standa í leiðindum:

„Ég ætlaði ekki að standa í einhverju stríði, var bara að velta upp öðrum vinklum líka sem ég sá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“