fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fókus

Kíktu við og láttu skíra barnið: Breiðholtskirkja býður upp á „Drop-in“ skírnardag

Vilja spara foreldrum tíma og fjárútlát

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. maí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðholtskirkja hyggst bjóða upp á svokallaðan „Drop-in skírnardag“ laugardaginn 28. maí næstkomandi. Foreldrar geta þá komið í kirkjuna með litlum fyrirvara og látið gefa börnum sínum nafn.

Skírnum hefur farið fækkandi undanfarin ár, samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni, og spilar þar inn í mikið tilstand sem fylgir athöfninni og hár kostnaður sömuleiðis. Er þessi nýbreytni kirkjunnar liður í að sporna við þessari þróun.

Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju, mun annast allar athafnir þennan dag. Organisti kirkjunnar, Örn Magnússon, mun leika undir söng. Sönghópur mun syngja skírnarsálminn.

Ekki þarf að bóka skírnina, en gott er að láta vita með einhverjum fyrirvara svo enginn þurfi að bíða. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur veitir nánari upplýsingar í síma 891-7562.

Skírnarathafnir sem framkvæmdar eru á Drop-in skírnardeginum eru án endurgjalds og munu allir skírnarþegar fá áritað vottorð með sér heim í tilefni dagsins.

Að lokum kemur fram að ef vel tekst til þann 28. maí þá standi til að halda „Drop-in brúðkaupsdag“ í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“