fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Borðaði steik í morgunmat og æfði þrisvar í viku: Kveðst hafa komist í hörkuform á 12 vikum

Flutti til London og tók sig á – Breytingarnar reyndust honum hvatning til að halda áfram

Auður Ösp
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 25 ára gamli Matt Hoather kveðst hafa losað sig við 75 prósent af líkamsfitu sinni og fengið sterka kviðvöðva á aðeins 12 vikum með því að gjörbreyta mataræðinu og stunda líkamsrækt þrisvar í viku. Í kjölfarið hafi líkamsfitan farið úr 22 prósentum niður í 5,3 prósent.

Matt segist hafa byrjað að bæta verulega á sig eftir að hann flutti úr sveit til stórborgarinnar London. Hann hafi unnið langa vinnudaga og eingöngu innbyrt feitan skyndibita. „Ég var ekki grannur krakki og hef ætíð átt í baráttu við vigtina. Ég gat þess vegna ekki hugsað mér að detta aftur í sama farið. Ég fékk nýja vinnu í nýjum geira og ákvað að nota það til þess að byrja alveg upp á nýtt.“

Hann fór því að hitta einkaþjálfara sem útbjó fyrir hann 12 vikna áætlun sem sneri bæði að þjálfun og mataræði. Hann skipti út samlokum, hamborgurum og flögum út fyrir kjúklingabringur, brokkolí og lax og fékk sér sætar kartöflur og spínat sem meðlæti. Hann segist jafnframt hafa borðað steik í morgunmat í staðinn fyrir sykrað morgunkorn og skipt súkkulaði út fyrir hnetur og próteindrykki. „Mig langaði virkilega að sjá hvort ég gæti fengið stinna kviðvöðva á aðeins þremur mánuðum. Það var eitthvað sem mig hafði alltaf dreymt um en það virtist samt vera of gott til að vera “ segir hann.

Þá segist hann hafa stundað stífar styrktaræfingar þrisvar í viku sem meðal annars fólu í sér ketilbjölluæfingar og bekkpressulyftingar. Í kjölfarið hafi kílóin tekið af renna af honum og stóð hann að lokum uppi með kviðvöðvana sem hann hafi alltaf þráð. Hann segist vera í skýjunum með árangurinn og eigi einaþjálfaranum sínum mikið að þakka: „Þökk sé honum þá hélt ég mér við efnið og í raun má segja að ég hafi gert þetta jafn mikið fyrir hann og fyrir mig. Breytingarnar sem urðu á mér reyndust síðan vera næg hvatning til að halda áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum