fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Fór ekki einu sinni edrú í bíó

Birgir Axelsson lifði af neyslu, heimilisleysi og að sofna í 15 stiga gaddi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. febrúar 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Axelsson er á góðum stað í lífinu. Hann rekur eigið fyrirtæki og er eftirsóttur í ýmiss konar skapandi verkefni í garðyrkjubransanum. Hann á tvö heimili og son sem hann sinnir af alúð. Þess á milli þeysist hann um á mótorhjóli víða um jarðir. Ragnheiður Eiríksdóttir blaðamaður heimsótti Birgi í hellinn hans í Hafnarfirðinum. Þar eru mótorhjól, og græjur uppi um alla veggi og mildur smurolíukeimur í loftinu. Margt bar á góma, þar á meðal áfengisneysla, sjálfsvígshugsanir og leiðin til nýs lífs.

Flótti frá raunveruleikanum

„Ég byrjaði að drekka á unglingsárunum, 13 eða 14 ára. Við stálum víni og drukkum mikið í einu, en ekki svo oft. Á þessum árum var ég á fullu í íþróttum, ég var í U20 landsliðinu í blaki og varð Íslandsmeistari mörg ár í röð í þessum aldursflokkum. Ég var líka mjög fær í golfi og keppti í því.“ Hann segist ekki muna til þess að hafa orðið sérstaklega hrifinn af áfengi fyrst um sinn. „Það kom seinna. Eitt atvik var kannski lykilatriði. Ég var nýkominn með bílpróf, 17 ára gamall, og foreldrar mínir voru staddir erlendis þegar ég velti bílnum þeirra og gjöreyðilagði hann á Reykjanesbrautinni. Ég var beltislaus og endaði aftur í og þurfti að skríða út um afturgluggann. Þetta gerðist um nótt og ég var bláedrú. Ég slapp stráheill út úr þessu, en í kjölfarið drakk ég í fyrsta skipti án þess að vera að skemmta mér. Bílveltan var áfall og ég vildi flýja raunveruleikann.“

Upp frá þessu stigmagnaðist mikilvægi áfengis í lífi Bigga. „Það var alltaf tilefni til að drekka. Ég drakk vegna sorga og vegna gleði, það var alltaf ástæða til að fá sér í glas. Fljótlega fór ég ekki einu sinni edrú í bíó. Upp úr þessu hætti ég í framhaldsskóla því ég varð að vinna mér inn pening til að geta haldið þessu áfram.“

Í kringum tvítugt var Biggi ekki lengur velkominn heima. Hann hafði verið duglegur að vinna þrátt fyrir drykkjutúra sem vörðu upp í þrjár vikur, og keypti íbúð í miðbæ Reykjavíkur. „Á Grundarstígnum byrjaði partíið fyrir alvöru. Þarna var loksins kominn staður fyrir mig og félagana til að hanga og drekka. Ég fiktaði eitthvað við eiturlyf, en þau heilluðu mig aldrei og höfðu ekki sömu áhrif á mig og vínið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins