fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Uppskrift: Humarrúlla Fisherman

Fiskisjoppan slær í gegn

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 14. október 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rétt tæpar tvær vikur liðnar frá því að Fiskisjoppa Fisherman var opnuð á Hagamel 67, í sama húsnæði og hýsti bókaverslunina Úlfarsfell árum saman.

Aðstandendur fiskisjoppunnar eru ekki gamalgrónir í hverfinu heldur koma þeir frá Vestfjörðum þar sem þeir hafa í nokkur ár rekið hótel og veitingastað á Suðureyri við Súgandafjörð. Reksturinn þar var þó heldur árstíðabundinn og því var ákveðið að færa út kvíarnar og opna fiskisjoppu í Reykjavík.

„Þetta hefur farið fram úr okkar björtustu vonum.“
Í fiskisjoppunni á Hagamel „Þetta hefur farið fram úr okkar björtustu vonum.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Við köllum þetta fiskisjoppu af því hér er hægt að koma og velja sér bland úr borðinu. Maður velur sem sagt saman fisk, meðlæti og sósu og annaðhvort er hægt að borða hér á staðnum eða taka matinn með heim. Svo er líka hægt að kaupa bakka sem innihalda tilbúna rétti sem maður eldar svo heima hjá sér,“ segir Guðbjartur Sveinbjörnsson veitingamaður glaður í bragði.

Hann segir móttökur Vesturbæinga hafa farið fram úr björtustu vonum þann stutta tíma sem fiskisjoppan hefur verið opin.

„Þetta er búið að ganga alveg ljómandi vel á þessum tæpum tveim vikum sem við höfum verið hérna. Fólk kemur í skorpum í kringum matartíma og sama fólkið hefur komið aftur og aftur, sem mér finnst alveg frábært. Þetta er fólk á öllum aldri og allar gerðir af því. Það er búið að vera meiriháttar að sjá hvað íbúar í hverfinu eru spenntir fyrir þessu og hvað allt hefur smollið vel saman,“ segir hann.

Í fiskisjoppunni er einnig hægt að kaupa tilbúna rétti af matseðli.
„Meðal þess sem hefur slegið í gegn er plokkfisksamloka sem við höfum lengi haft á boðstólum á Suðureyri og svo er margt fleira gott hægt að fá, en sjón er auðvitað sögu ríkari,“ segir hann og bætir við að fiskurinn sem er á boðstólum hjá þeim komi aðallega frá Vestfjörðum.

„Við fáum nýveiddan fisk nokkrum sinnum í viku svo hann er alltaf ferskur hjá okkur, alla daga vikunnar. Það er ekkert sem segir að maður eigi ekki að borða fisk á föstudögum eða um helgar, fiskur er alltaf góður enda hefur hann haldið þjóðinni gangandi öldum saman,“ segir Guðbjartur að lokum.

UPPSKRIFT: Humarrúlla Fisherman

Þetta er einföld, fljótleg og ótrúlega ljúffeng humarrúlla sem slær í gegn við alls konar tilefni. Tilvalinn partíréttur sem tekur ekki nema nokkrar mínútur að útbúa. Sósan setur punktinn yfir i-ið en hana getur fólk útbúið heima hjá sér eða fengið hjá okkur, eða í Hagkaupum þar sem við seljum nokkra úrvalsrétti.

Fyrir fjóra

INNIHALD:

4 pylsubrauð. Best er að nota brioche, en annars er vel hægt að notast við þessi gömlu góðu.
500 g skelflettur og hreinsaður humar
Lambhagasalat eða annað ferskt salat
100 g smjör
Sellerísalt
Pipar

Hvítlauks- og steinseljusósa frá Fisherman

200 g majónes
200 g grísk jógúrt
1 hvítlauksrif, maukað
2 msk. sítrónusafi
Hálft búnt fersk steinselja ca. 25 g
Smakkað til með salti og pipar
Öllu blandað saman og látið standa í kæli ca. 1 klst.
(einnig hægt að kaupa sósuna á Hagamelnum og í Hagkaupum)

AÐFERÐ:

Opnið brauðin og grillið á annaðhvort grillpönnu eða í samlokugrilli.
Steikið humarinn létt á pönnu upp úr smjörinu í ca. 2–3 mínútur, fer aðeins eftir stærð stykkjanna en varast skal að hafa hann of lengi á pönnunni.
Takið humarinn af pönnunni, leyfið smjörinu að brúnast og takið það svo til hliðar.
Smyrið brauðin ríkulega með hvítlaukssósunni.
Leggið salatblöð á og skiptið humrinum jafnt á brauðin.
Ausið yfir 2–3 matskeiðum af smjörinu af pönnunni, kryddið með sellerísalti og pipar.
Mörgum finnst gott að setja örlítið af sterkri piparsósu með þessu og það er fallegt að skreyta með alfaalfa-spírum eða einhverju fallegu salati og bera fram með sítrónubát.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun