fbpx
Þriðjudagur 20.janúar 2026
Fókus

Hvaðan kemur fokk-merkið?

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. janúar 2026 18:30

Merkið sést oft í umferðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú pælt í því hvaðan hið svokallaða „fokk-merki“ kemur? Það er langtum eldra en þú heldur.

Allir þekkja fokkmerkið. Það er þegar einhver í vanþóknun sinni réttir fram höndina með krepptum hnefa og lyftir löngutönginni upp. Stundum er öðrum fingrum lyft upp til hálfs með.

Þetta merki er mjög hentugt til dæmis í umferðinni þegar manni langar til þess að láta einhvern finna fyrir reiði manns en hann heyrir vitaskuld ekki það sem maður segir. Fokkmerkið, eða „örninn“ eins og það er stundum kallað á íslensku, er því mikið notað í umferðinni, bæði af ungum sem öldnum.

En hvaðan kemur þetta merki? Eins og sagt er frá í umfjöllun breska blaðsins The Mirror þá nær þetta merki aftur í aldir. Aftur í árþúsund meira að segja. Það er alla leið aftur til Grikklands hins forna.

Er þessu lýst í latnesku handriti frá 12. öld. Það er að fingurinn hafi verið notaður til þess að vanvirða óvin sinn. Merkingin hafi verið kynferðisleg. Það sem hefur hins vegar breyst frá tímum forn Grikkja er hljóðið, það er að með merkinu fylgdi yfirleitt hvæs sem átti að tákna hljóð úr gæs.

Einhverra hluta vegna fór þetta merki út um alla Evrópu, meðal annars til Bretlands þar sem það varð rótgróið. En í stað þess að hvæsa eins og gæs var farið að tala um „fuglinn“, (e. flipping the bird) á nítjándu öld.

„Fuglinn“ lifði svo fram á tuttugustu öldina, fór yfir til Bandaríkjanna og í almenna dægurmenningu og farið var að tala um „Upp þinn“ (e. Up Yours).

Sjálfsagt er merkið komið til að vera og mun halda áfram að þróast. Jafn vel þó að gæsahvæsið sé horfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Konu brugðið á veitingastað eftir að ókunnur maður rétti henni miða – „Eitthvað fyrir þig að hugsa um“

Konu brugðið á veitingastað eftir að ókunnur maður rétti henni miða – „Eitthvað fyrir þig að hugsa um“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Í dag lít ég á þetta sem velgengnisskatt“

„Í dag lít ég á þetta sem velgengnisskatt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mér finnst ævisögur standa upp úr, raunveruleikinn tekur oftast skáldsögum fram“

„Mér finnst ævisögur standa upp úr, raunveruleikinn tekur oftast skáldsögum fram“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda missti fyrirtækið og fór í persónulegt gjaldþrot – Þetta gerði hún til að koma sterkari til baka

Linda missti fyrirtækið og fór í persónulegt gjaldþrot – Þetta gerði hún til að koma sterkari til baka
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég vinn allan daginn á meðan verðandi eiginkona mín glennir sig á netinu“

„Ég vinn allan daginn á meðan verðandi eiginkona mín glennir sig á netinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hamingjusamlega gift í 30 ár en á „neyðarsjóð“ sem eiginmaðurinn hafði ekki hugmynd um

Hamingjusamlega gift í 30 ár en á „neyðarsjóð“ sem eiginmaðurinn hafði ekki hugmynd um
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé segir þetta lykilinn að varanlegum árangri – „Aðferðin sem þú hefur verið að nota fram til þessa virkar ekki“

Linda Pé segir þetta lykilinn að varanlegum árangri – „Aðferðin sem þú hefur verið að nota fram til þessa virkar ekki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndin svo mikið unnin að fólk hélt hún væri rúmlega 40 árum yngri

Myndin svo mikið unnin að fólk hélt hún væri rúmlega 40 árum yngri