Bandaríski söngvarinn Jelly Roll heldur enn þá að grennast hratt. Hann hefur nú misst hátt í hundrað kílógrömm og er hvergi nærri hættur.
Jelly Roll, sem er 40 ára gamall og fyrrverandi eiturlyfjasali, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ekki svo mörgum árum síðan fyrir einstæða rödd sína. En hann syngur country, rokk og hipp hopp tónlist með miklum Suðurríkjablæ.
En öllum var ljóst að söngvarinn hæfileikaríki ætti við mikið vandamál að stríða. Hann var 250 kíló að þyngd en aðeins 186 sentimetrar á hæð.
En fljótlega eftir frægðina byrjaði Jelly Roll að vinna í sínum málum. Síðastliðið haust greindi söngvarinn frá því að hann væri búinn að missa 54 kíló. Takmarkið hjá honum væri að vera kominn í svo gott form að hann gæti setið fyrir framan á tímaritinu Men´s Health vorið 2026.
Í ágúst á þessu ári greindi hann frá því að hann væri búinn að missa 83 kíló í heildina og væri nú kominn niður í 166 kíló.
Jelly Roll segir að þessum viðsnúningi í lífi sínu hafi hann náð með lífstílsbreytingu. Það er hann borði hollari mat, drekki minna áfengi, hreyfi sig meira. Hann segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf eða hafa farið í magaminnkunaraðgerð til að ná þessum árangri.
Segir hann lykilinn að árangri þann að setja sér lítil takmörk og vera stanslaust að ná þeim, að vera stanslaust að vinna litla sigra. Það haldi honum við efnið að stóra takmarkinu.
„Mér líður vel. Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló,“ sagði hann í viðtali nýlega.