fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Fókus
Mánudaginn 15. september 2025 09:49

Beggi Ólafs. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergsveinn Ólafsson sálfræðingur segist stórkostlega þakklátur fyrir líf sitt í Los Angeles, en það hafi verið mjög erfitt fyrst eftir að hann tók stökkið og flutti út. Beggi Ólafs, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, kláraði 100 kílómetra hlaup rétt áður en hann mætti í þáttinn og segir það hafa gengið eins og í sögu:

„Ég er miklu betri en ég hefði þorað að vona. Þetta er eiginlega bara draumur í dós og ég er farinn að iða í skinninu að takast á við næstu stóru áskorun. Ég vissi að þetta yrði erfitt og þetta var mjög erfitt, en þetta gekk bara eins og í sögu. Fyrstu 35 kílómetrarnir voru eiginlega eins og upphitun, en næstu 30 kílómetrarnir voru mjög erfiðir. Mari (Jaersk ofurhlaupari) vinkona mín var sem betur fer búin að undirbúa mig undir að þessi kafli yrði líklega mjög þungur og að lappirnar myndu vilja gefast upp. En eftir 65-70 kílómetra fór ég aftur að fljúga og þá vissi ég að ég myndi klára þetta. Ég var vel þreyttur dagana á eftir, en svo var ég bara mjög góður,” segir Beggi, sem elskar að takast á við erfiða hluti:

„Ég er snarofvirkur og elska að láta reyna á mig. Þó að ég sé búinn að vera í doktorsnámi sem aðalvinnu vil ég helst taka tvær erfiðar æfingar á dag. Þannig líður mér langbest. Hreyfing gefur mér svo rosalega mikið að ég get varla komið því í orð. Það er bæði að finna bætingar, allur félagsskapurinn, útivist og svo andleg vellíðan. Ég var auðvitað lengi íþróttamaður þegar ég var í fótboltanum og það að hreyfa mig og leggja mikið á líkamann er hluti af sjálfsmyndinni hjá mér. Þegar maður gerir eitthvað mjög erfitt er maður að styrkja skapgerðina. Það að hlaupa maraþon eða eitthvað þaðan af meira yfirfærist yfir á lífið.”

Vildi prófa sig áfram á stærri leikvelli

Beggi fer í þættinum yfir tímabilið þegar hann var að koma sér fyrir í Bandaríkjunum, eftir að hafa tekið stökkið frá Íslandi, þar sem hann var búinn að koma sér þægilega fyrir:

„Mér leið eins og ég yrði að prófa mig áfram á stærri leikvelli og sjá hvert það myndi leiða. Ég vissi einhvern vegin að ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég léti ekki vaða, en ég vissi ekki að þetta yrði svona ógeðslega erfitt í byrjun. Egó-ið mitt átti mjög erfitt fyrst um sinn. Ég var í þeirri stöðu að vera með mjög góðar tekjur og fá mjög mikið af viðurkenningu fyrir það sem ég var að gera á Íslandi, en þegar ég kom út var ég bara aleinn, enginn þekkti mig og engin tækifæri önnur en að vera á skólabekk. Það var enginn að biðja mig um að halda fyrirlestra, þjálfa sig eða neitt annað. Ég þurfti bara að kyngja því að vera venjulegur nemandi og spyrja mig hvort það sem ég væri að gera skipti einhverju máli,” segir Beggi, sem segir að eitt það erfiðasta hafi verið að búa til félagsnet:

„Það erfiðasta var að finna mitt fólk og búa til alvöru félagsnet. Það tók mig níu mánuði og ég var mjög einmana fyrst. Það sem hélt mér gangandi var að mæta upp úr klukkan fimm á hverjum morgni á kaffihúsið sem var næst mér um leið og það opnaði og eiga fimm til tíu mínútna spjall við fólkið sem vann á kaffihúsinu. Þessi litlu tengsl hjálpuðu mér og svo byggði ég ofan á það og ég er núna umvafinn fólki sem ég vil vera í kringum. Mig hafði alltaf langað að kynnast annarri menningu og búa annars staðar en á Íslandi til að þroskast og reyna meira á mig. Ég er ennþá stanslaust að læra eitthvað nýtt. Það kom tímabil þar sem ég saknaði Íslands og hlutanna sem ég var að gera heima, en ég er kominn á þann stað núna að mér finnst lífið mitt í Los Angeles frábært og get varla hugsað mér að snúa aftur heim, þó að ég elski líka að vera á Íslandi.”

Um stöðuna í Bandaríkjunum

Beggi og Sölvi ræða í þættinum um stöðuna í Bandaríkjunum og tvískiptinguna sem virðist ráða þar ríkjum í flestu sem kemur að skoðunum á samfélaginu:

„Ég upplifi auðvitað mest skoðanir þeirra sem ég er í kringum, en mjög margir sem ég umgengst sáu þetta þannig að það væru tveir slæmir kostir í boði þegar kosningarnar fóru fram. Þetta er ekki jafn svarthvítt og það virkar stundum í fjölmiðlum. Ég upplifi stöðuna þannig að fólk sé almennt opið gagnvart því að mega hafa ólíkar skoðanir. Þó að auðvitað séu miklar tilfinningar í ákveðnum málum, sjáum við fyrst og fremst pólana í fjölmiðlum og það endurspeglar ekki endilega venjulegt fólk í Bandaríkjunum. Það sem við sjáum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum er mjög oft ýktasta fólkið og ýktustu skoðanirnar í báðar áttir.“

Beggi hefur oftar en einu sinni rætt opinberlega um karlmennsku og hefur þá sett ákveðinn hóp í samfélaginu upp á afturlappirnar, sem hefur gagnrýnt málflutning hans:

„Margt af því sem ég hef sagt finnst mér eldast vel. Ég stend við það sem ég sagði og myndi segja það aftur. Ég vil að við sendum þau skilaboð út í samfélagið að karlmennska sé dyggð og það sé jákvætt að vera sterkur og taka ábyrgð, hafa sýn á framtíðina og sterkan tilgang. Það kom tímabil þar sem það var eins og það mætti ekki hvetja unga karlmenn til dáða og að karlmennska væri dyggð. Það getur ekki verið eðlilegt að einu skilaboðin sem ungir karlmenn fá sé að þeir verði að breyta sér og að annar hver karlmaður sé eitraður. Mikið af ungum karlmönnum eru að basla og þurfa á því að halda að stálinu sé stappað í þá, en ekki að það sé stanslaust verið að tala þá niður.”

Fólk veit hvar það hefur þig

Beggi segist hafa það að leiðarljósi að segja satt og þora að standa með því sem honum finnst, þó að það geti stundum verið erfitt tímabundið:

„Ef þú segir bara satt þarft þú ekki stöðugt að vera að reyna að muna hvað þú sagðir. Það getur vel verið að það mislíki það einhverjum, en þá veit fólk allavega hvar það hefur þig og það fylgir því mikið frelsi að vera heiðarlegur. Það er ákveðið ævintýri að þora að segja sinn sannleika opinberlega og sleppa tökum af því hvað fólki finnst um það. Það eykur líka líkurnar á því að þú festist inn í einhverri hugmyndafræði þar sem þú verður að hafa ákveðnar skoðanir í öllum málum og hættir í raun og veru að hlusta á þína eigin rödd. Samfélagið yrði mjög furðulegt og vont ef allir væru alltaf sammála.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Begga og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Í gær

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann