fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fókus

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Fókus
Sunnudaginn 20. júlí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Aaron Phypers sakar eiginkonu sína, leikkonuna Denise Richards um framhjáhald  og fullyrðir að hann hafi sannanir fyrir meintu framhjáhaldi. Hjónin standa í skilnaði, en Phypers sótti um skilnað þann 4. júlí.

Phypers fullyrti í nýlegu viðtali við TMZ að hann hefði uppgötvað framhjáhald eiginkonu sinnar snemma árs 2025. Segist hann hafa fundið skilaboð milli Richards og meints elskhuga hennar á fartölvu hennar. Í skilaboðunum voru áform þeirra um að hittast á hóteli og að Richards hefði sagt manninum að hún myndi lauma honum inn á herbergi sitt. Phypers fullyrti að þegar hann hefði rætt við Richards um meint framhjáhald hennar hefðu þau að ákveðið að halda hjónabandinu áfram.

Þann 4. júlí varð hins vegar harkalegt rifrildi á milli þeirra, sem leiddi til þess að Phypers lagði fram skilnaðarpappíra.

Þessi ásökun kemur stuttu eftir að Richards fékk nálgunarbann gegn eiginmanni sínum vegna ásakana um að hann hefði beitt hana ofbeldi.

Sjá einnig: Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn

Heimildarmaður tengdur Phypers svaraði fullyrðingum Richards og sagði við Daily Mail að glóðarauga leikkonunnar væri tengt áfengisvandamáli hennar, en ekki ofbeldi af hálfu Phypers.

„Þessi mynd var tekin veturinn 2022 og staðreyndin er sú að hún var ölvuð á þeim tíma og datt þegar hún var að ganga upp tröppurnar að læknastofu Aaron.“

Phypers hefur hafnað ásökunum Richards um ofbeldi.

Sjá einnig: Hafnar öllum ásökunum um ofbeldi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði tilnefndur til EMMY-verðlauna

Daði tilnefndur til EMMY-verðlauna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos
Fókus
Fyrir 6 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð