fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 8. maí 2025 13:34

Mynd/Justin Bieber

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Justin Bieber varði byrjun maí á Íslandi að taka upp nýja plötu í Flóki Studios og gisti í Deplar Farm í Fljótum.

Dvöl hans vakti mikla athygli en hann var duglegur að birta myndir frá heimsókninni á Instagram, þar sem hann er með tæplega 300 milljónir fylgjenda.

The Sun greinir frá því að platan muni tákna endurkomu hans í bransann, en hann gaf síðast út plötuna Justice árið 2021. Aðdáendur hafa því beðið spenntir eftir nýrri tónlist frá söngvaranum.

Sjá einnig: Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Undanfarið hefur Bieber glímt við erfiðleika og segir heimildarmaður The Sun að söngvarinn er að nota sársaukann í listsköpunina.

„Bieber er að gera það sem hann gerir best akkúrat núna, breyta sársauka sínum í list,“ sagði heimildarmaður náinn stjörnunni.

„Þrátt fyrir það sem miðlarnir segja, þá er hann umkringdur góðu fólki, meðal annars vinum sem hann hefur þekkt í mörg ár.“

Sjá einnig: Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Í síðustu viku var greint frá því að vinir Bieber eru sagðir hafa miklar áhyggjur af peningamálum hans, þar sem hann eyði stórfé í einkaþotur og flottar gjafir, en hann hefur ekki unnið í langan tíma.

Mynd/Instagram

Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Bieber eignaðist soninn Jack Blues í ágúst í fyrra. En í stað þess að njóta sín í föðurhlutverkinu hefur Bieber hagað sér undarlega, djammað af kappi, orðinn náinn vinur af því er virðist vafasamt fólks og slitið tengslin við langtíma vini sína, á sama tíma og hann eyðir stórfé.

Aðdáendur vona að Bieber sé að snúa við blaðinu og með nýju tónlistinni muni hefjast nýtt tímabil hjá kappanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Í gær

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“