fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Fókus
Fimmtudaginn 8. maí 2025 10:30

Jonathan Lipnicki í Jerry Maguire.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna margir eftir andliti bandaríska leikarans Jonathan Lipnicki sem var spáð mikilli velgengni í Hollywood á sínum tíma. Lipnicki, sem er 34 ára, sló í gegn í Óskarsverðlaunamyndinni Jerry Maguire árið 1996 og fylgdi því svo eftir með leik í myndunum um Stuart Little.

Ferill leikarans hefur ekki náð þeim hæðum sem hann vonaðist eftir en þrátt fyrir það er hann ekki af baki dottinn og á sér enn þann draum að verða frægur leikari í Hollywood.

„Ég upplifði marga dásamlega hluti þegar ég var yngri,“ sagði hann í viðtali við People á dögunum og bætti við að leiklistin væri það sem hann vilji einbeita sér að í framtíðinni.

„Maður verður að trúa því að þetta muni takast og gera allt sem maður getur til að vinna í þá átt,“ sagði hann.

Á árunum upp úr aldamótum fór að hægjast á ferli Lipnicki sem fór í leiklistarnám og tók hann þar af leiðandi að sér færri hlutverk en hann hafði gert sem barn. Hann reyndi um tíma fyrir sér í blönduðum bardagalistum (MMA) og kom sér í frábært form en leiklistin átti alltaf draum hans allan og hefur hann nú lagt bardagaíþróttirnar á hilluna.

Það vill oft verða þannig að leikarar sem slá í gegn sem börn eigi í ákveðnum erfiðleikum með að fóta sig í leiklistinni á fullorðinsárunum og er Home Alone-leikarinn Macaulay Culkin líklega eitt besta dæmið um það.

Lipnicki segir í viðtalinu við People að hann hafi verið afkastamikill á síðustu árum en verkefnin sem hann hefur tekið að sér hafa ekki verið mjög áberandi.

Kveðst hann ætla að vanda valið betur í framtíðinni og vera varkárari í vali á gæðaefni. Þannig segist hann hafa hafnað fimm verkefnum síðasta árið til að leggja meiri áherslu á gæði.

„Ég vil virkilega snúa þessu blaði við. Ég bið fyrir því á hverju kvöldi að ég fái leiðsögn um hvert ég eigi að stefna og ég er enn viss um að það besta á mínum ferli eigi eftir að koma. Maður verður að trúa því og hugsa stórt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala