fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram

Fókus
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska OnlyFans-stjarnan Annie Knight, sem hefur fengið viðurnefnið „kynlífsóðasta kona Ástralíu“, segir að hún hafi verið miður sín þegar móðir hennar neitaði að tala við hana eftir að komast að starfi hennar.

Knight hlaut viðurnefnið eftir að hafa sofið hjá 600 manns í fyrra, 300 árið á undan og í ár ætlar hún að sofa hjá 1000 manns. Hún rataði einnig í fréttirnar þegar henni og samstarfskonu hennar, Bonnie Blue, var vísað frá Fídjíeyjum eftir að hafa auglýst eftir ungum karlmönnum til að stunda kynlíf með.

Í mars sagðist hún vera í leit að ástinni en að það væri erfitt vegna starfs hennar. En klámstjörnubransinn hefur ekki aðeins haft áhrif á ástarlífið heldur einnig fjölskyldulífið.

Knight birti nýjan hlaðvarpsþátt á dögunum þar sem móðir hennar var gestur. Þær áttu mjög hreinskilnar og einlægar samræður og viðurkenndi Knight að hún hafi verið miður sín þegar móðir hennar hafi ekki talað við hana í tvær vikur eftir að hún komst að því að dóttir sín væri að framleiða efni fyrir OnlyFans.

„Ég og mamma erum mjög nánar og höfum alltaf verið það. Við tölum saman símleiðis á hverjum degi, þannig þegar hún neitaði að tala við mig í þessar tvær vikur þá var ég mjög leið og hafði miklar áhyggjur að hún myndi aldrei tala við mig aftur.“

Hún óttaðist að móðir hennar myndi aldrei taka starf hennar í sátt, en veit núna að vandamálið var ekki starfið sjálft, heldur hvernig móðir hennar komst að því og að Knight hafi ekki sjálf sagt henni.

Eftir þessar tvær vikur var mamma hennar tilbúin að tala saman. „Eftir þetta samtal varð hún opnari en ekki alveg 100 prósent til í þetta. Við héldum áfram að tala saman og hún tók þetta meira í sátt. Það tók svona eitt til tvö ár fyrir hana að sætta sig alveg við þetta og styðja mig, sem ég held að sé nokkuð eðlilegt.“

Mæðgurnar ræddu málin í hlaðvarpsþætti Knight og sagðist mamma hennar enn hafa ákveðnar áhyggjur, eins og varðandi öryggi hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Í gær

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala